Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 126
Halla Sverrisdóttir
Sá sem hefur hitt Woland
verður ekki samur eftir
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör: Meistarinn ogMargaríta. Leikgerð á
skáldsögu Mikhaíls Bulgakov.
Þegar ég var í menntaskóla þóttumst við vinirnir á stundum býsna vel
gefið fólk og þeirri stöðu fylgdu að sjálfsögðu nokkrar skyldur; meðal
þeirra var sú kvöð að hafa lesið eða að minnsta kosti þykjast hafa lesið
ýmsar bækur sem teldust til merkari afreka mannsandans. Meistarinn og
Margaríta var hikstalaust á þeim lista, en einhvern veginn tókst mér nú
samt að komast í gegnum ekki aðeins menntaskólann heldur líka há-
skólanám án þess að lesa þá bók. Það var ekki fyrr en ég náði þrítugu að
ég komst til þess þroska að ég lofaði sjálfri mér að hætta að þykjast hafa
lesið bækur sem ég hefði ekki lesið.
Leikgerðir skáldsagna eru athyglisverðar fyrir margra hluta sakir og
það er ekki endilega ókostur þegar farið er á slíka leiksýningu að hafa
ekki enn lesið skáldverkið sem að baki sýningunni liggur. Þeim mun
skemmtilegra er að glugga í það þegar heim er komið og bera saman
áherslur og túlkun.
Sýning Hafnarfjarðarleikhússins á Meistaranum og Margarítu er, eins
og bókin, net margra möskva. Og að flestu leyti er það net riðið á bæði
áferðarfallegan og listilegan hátt. Þegar upp er staðið eru heildaráhrifin
þó fremur skemmtun en að áhorfandinn sé sendur heim með vangavelt-
ur um tilgang listarinnar, mátt ástarinnar og mikilvægi einstaklings- og
tjáningarfrelsis.
Skáldsaga Mikhails Búlgakov er sprottin úr andrúmslofti ótta og tor-
tryggni, sjúku samfélagi þar sem fylgst var með fólki og gjörðum þess og
hugsunum stjórnað með kerfisbundnum hætti. Þegar djöfullinn sjálfur, í
líki Wolands, ryðst inn í þann heim, verður það bæði til að setja líf mann-
anna á annan endann og, á endanum, til að bæta það að nokkru leyti. Sá
sem hefur hitt Woland verður ekki samur effir.
124
TMM 2004 • 1