Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 128
Halla Sverrisdóttir ir, en sumt í gerð þeirra virkar æði tilviljanakennt og stundum klisju- kennt, svo sem notkun á grímum og kynferðislegir undirtónar - eða kannski yfirtónar - búninga Wolands og Behemots. Örvílnan og höfuð- missir Berliosar verður þannig erfitt að taka mjög alvarlega, þar sem hann er frá upphafi settur í hlutverk trúðsins svo að það eina sem vantar er rautt nefið. Ef ekki kæmi til hárfínn leikur Hjálmars Hjálmarssonar er hætt við að persóna Berliosar yrði ekkert annað en skrípamynd, fremur en sú táknmynd hins sjálfumglaða sovéska menntamanns sem hann er í skáldsögunni, manns sem hefur kosið að afneita öllu sem hann ekki get- ur skýrt röklega og rætt fjálglega á næsta fundi rithöfundafélagsins. Sýningarrýmið sem Hafnarfjarðarleikhúsið hefur frá upphafi notað, og sem það notar í síðasta sinn í þessari sýningu, er ekki hefðbundið leik- húsrými - ef til er nokkuð lengur sem kalla má því nafni. Salur gamla ís- hússins við Strandgötu er galopinn í báða enda og gólfrýmið mikið, sem býður upp á skemmtilegar og fallegar leikhúslausnir. Sú áhrifamesta þessarar sýningar er tvímælalaust hringtjaldið sem á stundum er dregið umhverfis atburði, ýmist til hálfs eða að öllu, og sem líka er sýningartjald fyrir geysilega fallega myndbandseffekta Gideons Gabriels Kiers. í þessu hringtjaldi gerast flestar áhrifamestu senur verksins, og rennurnar sem tjöldin eru dregin eftir gefa kost á liprum senubreytingum. Á svipstundu verða til ýmist súlnagöng rómverska landsstjórans Pílatusar, þrúgandi rými geðveikrahælisins eða veislusalur Wolands. Það er helst til vansa á þessu stóra leikrými að sumar senanna gerast ansi langt frá hluta áhorf- endanna, svo að texti heyrist illa og blæbrigði fara fyrir lítið, en þetta er þó sjaldnar til vandræða en verið gæti. Oftast er leikrýmið nýtt vel og hugvitssamlega og ljósahönnunin er frábær, svo að rýmið öðlast aukna vídd og verður síbreytilegt. Leikarahóp Hafnarfjarðarleikhússins er alla jafna vandvirknislega stjórnað og samleikurinn áfallalaus. Tveir leikarar standa þó upp úr í þessari sýningu svo að næstum stendur öðrum fyrir þrifum. Annar er Hjálmar Hjálmarsson, sem ég hef ekki séð á leiksviði árum saman. Hann er einn þeirra sjaldgæfu leikara sem getur brugðið sér í hvaða mynd sem er og er jafnsannfærandi sem miskunnarlaus kvalari Krists og hann er í líki Berliosar eða hins sjúskaða, lítilsiglda Stopja. Hinn er Margrét Vilhjálmsdóttir. í hlutverki Margarítu dregur hún upp sterka og fallega mynd af konu sem elskar skilyrðislaust og er tilbú- in að færa hverja þá fórn sem af henni er krafist fyrir ástina, án þess þó að sú mynd verði eintóna eða klisjukennd. Þegar Margaríta smyr sig nornasmyrslinu umbreytist ástfangna stúlkan í lostafulla konu svo að unun er að sjá og verður sannkölluð drottning óradraumanna. 126 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.