Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 4
Frá ritstjóra
Bestu þakkir fyrir mikil og að flestu leyti prýðisgóð viðbrögð við 2. hefti ársins.
Margir lesendur fundu hjá sér hvöt til að hringja eða skrifa og ræða um efni ritsins
og verður aðeins fátt af því nefnt hér.
Fyrst ber að nefna athugasemd vegna umsagnar Þórunnar Hrefnu Sigurjóns-
dóttur um skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur. Bent var á að í
3. heíti TMM árið 2000 hefði Árni Bergmann birt greinina „Ofbeldi kommúnista við
borgaralega rithöfunda" þar sem ítarlega er íjallað um málefni skáldsögunnar. Árni
segir þar að kenningin um hið rauða ægiveldi í bókmenntunum um miðbik 20. aldar
(1930-1960) sé „byggð á oftúlkun, einsýni og rangtúlkun mestan part“. Athuga-
semdinni fylgdu þau ummæli að hollt væri báðum, Sigurjóni og Þórunni Hrefnu, að
rifja upp þessa grein.
Mesta athygli síðast vakti greinin um „stóru bolluna“ eftir Birgi Hermannsson, en
meðal annars efnis sem féll í sérstaklega góðan jarðveg var grein Dagnýjar Kristjáns-
dóttur um þrjár ævisögur kvenna, grein Gerðar Kristnýjar um Halldór Laxness og
„konslivets hygiejne“, umfjöllun Berglindar Gunnarsdóttur um Dag Sigurðarson og
grein Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur um skjálist - „Það er fengur að fá svo góðan
og skemmtilegan höfund til að fjalla um myndlist“ skrifaði Eggert og gerðist áskrif-
andi um leið. Honum fannst líka til um kvæði Hannesar Péturssonar og margir fleiri
nefndu það. „Vona að allt gangi upp hjá þér með tímaritið, eina kúltúrtímarit lands-
ins!“ skrifaði Hallgrímur: „Mér leist ágætlega á það. Gaman að sjá Hannes stíga inn
um KVÖLDDYRNAR."
„Fínt og þarff viðtal við Einar Kárason,“ skrifaði Sigurður en Gerður var ekki
alveg sammála: „Viðtalið við Einar Kára verður eflaust lesið af mörgum. Hins vegar
skil ég ekkert í honum að vera að rifja þetta upp. Málið var búið og um að gera að
gleyma þessu bara.“
Ekki eru allir ánægðir, sem ekki er von. Páll er efins hvort hann á að vera áskrif-
andi. „Þessi tímarit eru of dýr, heldur sein í umræðu og ég er bara ekki nógu glaður
með heftin þín tvö, fmnst þau heldur bragðlaus - viðtöl við Stefán Jónsson og Einar
voru gagnrýnislítil á frammistöðu þeirra yfirleitt... Það er mest fyrir einhverja und-
arlega gamaldags skyldurækni að maður heldur í svona áskrift. Nú orðið les ég mest
og víða svona efni af neti og nýti aurana betur með að borga mig þar inná slóðir.“
Allar athugasemdir eru vel þegnar og vænt þætti mér líka um að ánægðir áskrif-
endur segðu vinum og kunningjum frá Tímaritinu, því enn vantar á töluna ef það á
að lifa annað ár.
Silja Aðalsteinsdóttir
2