Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 4
Frá ritstjóra Bestu þakkir fyrir mikil og að flestu leyti prýðisgóð viðbrögð við 2. hefti ársins. Margir lesendur fundu hjá sér hvöt til að hringja eða skrifa og ræða um efni ritsins og verður aðeins fátt af því nefnt hér. Fyrst ber að nefna athugasemd vegna umsagnar Þórunnar Hrefnu Sigurjóns- dóttur um skáldsögu Sigurjóns Magnússonar, Borgir og eyðimerkur. Bent var á að í 3. heíti TMM árið 2000 hefði Árni Bergmann birt greinina „Ofbeldi kommúnista við borgaralega rithöfunda" þar sem ítarlega er íjallað um málefni skáldsögunnar. Árni segir þar að kenningin um hið rauða ægiveldi í bókmenntunum um miðbik 20. aldar (1930-1960) sé „byggð á oftúlkun, einsýni og rangtúlkun mestan part“. Athuga- semdinni fylgdu þau ummæli að hollt væri báðum, Sigurjóni og Þórunni Hrefnu, að rifja upp þessa grein. Mesta athygli síðast vakti greinin um „stóru bolluna“ eftir Birgi Hermannsson, en meðal annars efnis sem féll í sérstaklega góðan jarðveg var grein Dagnýjar Kristjáns- dóttur um þrjár ævisögur kvenna, grein Gerðar Kristnýjar um Halldór Laxness og „konslivets hygiejne“, umfjöllun Berglindar Gunnarsdóttur um Dag Sigurðarson og grein Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur um skjálist - „Það er fengur að fá svo góðan og skemmtilegan höfund til að fjalla um myndlist“ skrifaði Eggert og gerðist áskrif- andi um leið. Honum fannst líka til um kvæði Hannesar Péturssonar og margir fleiri nefndu það. „Vona að allt gangi upp hjá þér með tímaritið, eina kúltúrtímarit lands- ins!“ skrifaði Hallgrímur: „Mér leist ágætlega á það. Gaman að sjá Hannes stíga inn um KVÖLDDYRNAR." „Fínt og þarff viðtal við Einar Kárason,“ skrifaði Sigurður en Gerður var ekki alveg sammála: „Viðtalið við Einar Kára verður eflaust lesið af mörgum. Hins vegar skil ég ekkert í honum að vera að rifja þetta upp. Málið var búið og um að gera að gleyma þessu bara.“ Ekki eru allir ánægðir, sem ekki er von. Páll er efins hvort hann á að vera áskrif- andi. „Þessi tímarit eru of dýr, heldur sein í umræðu og ég er bara ekki nógu glaður með heftin þín tvö, fmnst þau heldur bragðlaus - viðtöl við Stefán Jónsson og Einar voru gagnrýnislítil á frammistöðu þeirra yfirleitt... Það er mest fyrir einhverja und- arlega gamaldags skyldurækni að maður heldur í svona áskrift. Nú orðið les ég mest og víða svona efni af neti og nýti aurana betur með að borga mig þar inná slóðir.“ Allar athugasemdir eru vel þegnar og vænt þætti mér líka um að ánægðir áskrif- endur segðu vinum og kunningjum frá Tímaritinu, því enn vantar á töluna ef það á að lifa annað ár. Silja Aðalsteinsdóttir 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.