Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 6
Bréf frá Þórbergi Þórðarsyni - til Matthíasar Johannessen Einhverju sinni sagði ég við Þórberg: Þú ert alltaf að skrifa alls kyns körlum og kerlingum bréf, en þú hefur aldrei skrifað mér eina einustu línu; manninum sem skrifaði þig inn í kompaníið við allífið! Bíddu hægur, sagði Þórbergur og kímdi. Þegar þau Margrét fóru næst til útlanda skrifaði hann mér langt bréf, 52 handskrifaðar síður, um ferðina, skemmtilegt bréf og fróðlegt sem ekki hefur birst fyrr en nú, að undanskildum stuttum kafla sem kom í Kompaníinu við Þórberg að honum látnum. Þetta bréf birtist nú í fullri lengd sinni í Tímariti Máls og menn- ingar, enda held ég að Þórbergi hefði verið það þóknanlegt. Matthías Johannessen Kaupmannahöfn, 13. ágiist 1963 Góði kunningi! Sterkar leyfir Karl Marx mér ekki að titla þig. Efni þessa seðils er hugsað í öllum borgum og öllum farartækjum allt frá Reykjavík til Soffíu, og í Soffíu skyldi það fest á þennan dýra pappír. En sakir þrotlausra snúninga og heimsáhyggna í þeirri borg, var langt í frá að mér ynnist tími til að stinga þar niður penna um fram mína stuttorðu og andlausu dagbók. Þetta ferðalag hefur verið tími mikillar og að ýmsu leyti mér áður ókunnrar reynslu, stundum upp hafið af sætri heims gleði en jafnvel oftar þrúgað af þrautum og erfiðleikum, svo að maður hefur búist við blóðtappa eður hjartaslagi, heilablóðfalli eður hreinni hugarsturlun í næsta andartaki. Heimurinn er orðinn svo fullur af vandraralýð að maður fær hvergi afgreiðslu án þess að standa í löngum og þykkum bið- röðum og sólin logar og hitinn bullar, og svo koma málavandræðin þegar austar dregur í álfuna, því að þar hefur enskan misst sína makt og þýskan víðast lítt töluð og við ekki fix í þeirri tungu. Fyrsta lyfting sálarinnar, sem mér og minni eiginkonu til féll á þessari reisu, veisla í koníaki og öðrum styrkjandi drykkjum, sem frændi þinn 4 TMM 2004 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.