Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 8
Þórbergur Þórðarson
hann var í föðurhúsum. Það var einn fagran dag að vori í glaðasólskini
að hann var að stinga upp kartöflugarð föður síns, Páls pólitís. Þá veit
hann ekki fyrri til en lamið er flötum lófa þéttingsfast á herðarnar á
honum. Hann leit auðvitað í sama vetfangi aftur fyrir sig. En þarna var
enginn lifandi maður. Hvað segirðu nú?
Næst varð það til tíðinda að við Margrét stigum upp á hafnarbakkann
á Leiti og hugðum til stuttrar spásseringar, því að við nenntum ekki með
hinum í búðagluggagón uppi í Edinborg. Á bakkanum hittum við rösk-
legan og glaðlegan herra um fertugt. Hann vann þar að uppskipun. Hann
tók okkur tali, hefur víst sýnst við vera demókratísk í framan, og þegar
hann grunaði í samtalsins hlaupi að við héldum hann vera Englending,
tók hann að afneita þeirri þjóð: „Ég er ekki Englismann. Ég er Skots-
mann. Ég er Skotsmann.“
Þá spurðum við: „Því í andskotanum fóru Skotar að skila aftur
krýningarsteininum sem þeir stálu hér um árið?“
„Þeir hafa aldrei skilað honum,“ svaraði Skotinn.
„Það stóð þó í blöðunum að honum hefði verið skilað á vísan stað.“
„Það er lygi úr Englendingum. Steininum hefur aldrei verið skilað.“
„Hvar er hann þá?“
„Hann er einhvers staðar niður grafmn.“
„Hvernig fara þeir þá að því að krýna?“
„Þeir verða að notast við annan stein.“
„Aumingja Pétur!“ sagði séra Bjarni.
Skömmu áður en við gengum upp á hafnarbakkann hafði ritari þessa
bréfs tek[ið] til sín ríkulega forfrískingu með sósu út. Á röltinu um bakk-
ann kvað hann:
Sósurnar streyma sunnan að.
Sósurnar trítla norðan að.
Sósurnar labba austan að.
Sósurnar ærslast vestan að.
Sósurnar brjótast utan að.
Sósurnar bulla’ upp innan að.
Sósurnar falla ofan að,
Sósurnar smjúga neðan að.
Sósurnar æxlast alls staðar,
allri mannkind til bölvunar,
öllum um stund til ununar,
öllum þó loks til þjáningar.
J
6
TMM 2004 • 3