Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 8
Þórbergur Þórðarson hann var í föðurhúsum. Það var einn fagran dag að vori í glaðasólskini að hann var að stinga upp kartöflugarð föður síns, Páls pólitís. Þá veit hann ekki fyrri til en lamið er flötum lófa þéttingsfast á herðarnar á honum. Hann leit auðvitað í sama vetfangi aftur fyrir sig. En þarna var enginn lifandi maður. Hvað segirðu nú? Næst varð það til tíðinda að við Margrét stigum upp á hafnarbakkann á Leiti og hugðum til stuttrar spásseringar, því að við nenntum ekki með hinum í búðagluggagón uppi í Edinborg. Á bakkanum hittum við rösk- legan og glaðlegan herra um fertugt. Hann vann þar að uppskipun. Hann tók okkur tali, hefur víst sýnst við vera demókratísk í framan, og þegar hann grunaði í samtalsins hlaupi að við héldum hann vera Englending, tók hann að afneita þeirri þjóð: „Ég er ekki Englismann. Ég er Skots- mann. Ég er Skotsmann.“ Þá spurðum við: „Því í andskotanum fóru Skotar að skila aftur krýningarsteininum sem þeir stálu hér um árið?“ „Þeir hafa aldrei skilað honum,“ svaraði Skotinn. „Það stóð þó í blöðunum að honum hefði verið skilað á vísan stað.“ „Það er lygi úr Englendingum. Steininum hefur aldrei verið skilað.“ „Hvar er hann þá?“ „Hann er einhvers staðar niður grafmn.“ „Hvernig fara þeir þá að því að krýna?“ „Þeir verða að notast við annan stein.“ „Aumingja Pétur!“ sagði séra Bjarni. Skömmu áður en við gengum upp á hafnarbakkann hafði ritari þessa bréfs tek[ið] til sín ríkulega forfrískingu með sósu út. Á röltinu um bakk- ann kvað hann: Sósurnar streyma sunnan að. Sósurnar trítla norðan að. Sósurnar labba austan að. Sósurnar ærslast vestan að. Sósurnar brjótast utan að. Sósurnar bulla’ upp innan að. Sósurnar falla ofan að, Sósurnar smjúga neðan að. Sósurnar æxlast alls staðar, allri mannkind til bölvunar, öllum um stund til ununar, öllum þó loks til þjáningar. J 6 TMM 2004 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.