Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 9
Bréf frá Þórbergi Þórðarsyni Tak frá mér, Guð, allt sósusull, seyddar steikur og þvílíkt drull. Gefðu mér á minn græna disk grautarsleikju og úldinn fisk. Syngist með lagi við einn Passíusálminn. Við komum til Kaupmannahafnar árla morguns. En nú var af sem áður var í órum heimi. Þórður Jónsson, sá góði og höfðinglegi maður stóð nú ekki á hafnarbakkanum til að fagna okkur. Hann var nú reyndar horfinn þaðan þegar við komum hingað 1961. En Steinunn kona hans var þá enn í fullu fjöri, svo að við gátum drukkið okkar landgöngukaffi heima í þeirra rúmgóða Unuhúsi. Hinn 1. júlí lagðist Steinunn á ríkisspítalann til uppskurðar á auga. En klukkan 11 um kvöldið, þá hún var að hátta, datt hún niður á gólfið. Orsökin var heilablóðfall. Síðan lá hún aflvana öðru- megin og að mestu leyti utan við heiminn, þar til hún andaðist kl. 11 í gærkvöldi, 83 ára. Þar hefur vor of manngildarsnauði heimur orðið tveim sönnum manneskjum fátækari. Hjá þeim var ég daglegur gestur alltaf þegar ég var í Kaupmannahöfn, allt frá því er ég kom þangað í fyrsta sinn með Ás- mundi Sveinssyni í maímánuði 1926. Þar hitti ég marga lærða og leika, og þar söng ég kontrapunktana mína á segulband, ég held sumarið 1958. Sumarið 1929 bjó ég um tíma einn í íbúð þeirra með Önnu Borg og sat inni hjá henni á kvöldin og sagði henni draugasögur. Þess minntist hún, mig minnir þakksamlega, þá ég hitti hana í veislu hjá Martin Larsen þegar hún var heima að leika heilaga Jóhönnu. Og þó að skömm sé að segja frá því, þá féll ég fyrir þeim ósóma að brosa þar einu sinni. Það var á heitum og ómótstæðilegum sólskinsdegi. Sú sem á móti mér brosti var ein skagfirsk rauðhærð, dálagleg og mikið fyrug. Síðar leit hún inn til mín á Parkhótelið. Þú veist hvar það er. „Gakktu því aldrei með gáleysi hjá.“ Já, þá voru tímar mikils frelsis í veröldinni. Hefurðu veitt því eftir- tekt hve rauðhært fólk er ferskt og fjörugt? Lesið hef ég einhvers staðar að frumbyggjar Norðurálfú hafi verið rauðhærðir. Þú munt því geta skilið að mér verður oft hugsað til Þórðar og Stein- unnar hinumegin grafar. Elcki dreg ég í efa að þau komast fljótlega til mikillar dýrðar á Sumarlandinu, þó að Steinunn gæti aldrei þröngvað sér til að trúa annarslífs hégiljum og Þórður rak alltaf upp hlátur þegar annað líf bar á góma. Hann var sósíaldemókrat og hlaut undirstöðu síns lífsskilnings á Brandesaröldinni, og þeim skilningi reyndist hann trúr allt til æviloka. Þetta skiptir heldur engu verulegu máli. En þeirra mikla góð- vild og gestrisni, þeirra frábæra hjálpsemi við þá sem hjálparinnar þörfn- TMM 2004 • 3 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.