Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 9
Bréf frá Þórbergi Þórðarsyni
Tak frá mér, Guð, allt sósusull,
seyddar steikur og þvílíkt drull.
Gefðu mér á minn græna disk
grautarsleikju og úldinn fisk.
Syngist með lagi við einn Passíusálminn.
Við komum til Kaupmannahafnar árla morguns. En nú var af sem áður
var í órum heimi. Þórður Jónsson, sá góði og höfðinglegi maður stóð nú
ekki á hafnarbakkanum til að fagna okkur. Hann var nú reyndar horfinn
þaðan þegar við komum hingað 1961. En Steinunn kona hans var þá enn
í fullu fjöri, svo að við gátum drukkið okkar landgöngukaffi heima í
þeirra rúmgóða Unuhúsi. Hinn 1. júlí lagðist Steinunn á ríkisspítalann til
uppskurðar á auga. En klukkan 11 um kvöldið, þá hún var að hátta, datt
hún niður á gólfið. Orsökin var heilablóðfall. Síðan lá hún aflvana öðru-
megin og að mestu leyti utan við heiminn, þar til hún andaðist kl. 11 í
gærkvöldi, 83 ára.
Þar hefur vor of manngildarsnauði heimur orðið tveim sönnum
manneskjum fátækari. Hjá þeim var ég daglegur gestur alltaf þegar ég var
í Kaupmannahöfn, allt frá því er ég kom þangað í fyrsta sinn með Ás-
mundi Sveinssyni í maímánuði 1926. Þar hitti ég marga lærða og leika,
og þar söng ég kontrapunktana mína á segulband, ég held sumarið 1958.
Sumarið 1929 bjó ég um tíma einn í íbúð þeirra með Önnu Borg og sat
inni hjá henni á kvöldin og sagði henni draugasögur. Þess minntist hún,
mig minnir þakksamlega, þá ég hitti hana í veislu hjá Martin Larsen
þegar hún var heima að leika heilaga Jóhönnu. Og þó að skömm sé að
segja frá því, þá féll ég fyrir þeim ósóma að brosa þar einu sinni. Það var
á heitum og ómótstæðilegum sólskinsdegi. Sú sem á móti mér brosti var
ein skagfirsk rauðhærð, dálagleg og mikið fyrug. Síðar leit hún inn til
mín á Parkhótelið. Þú veist hvar það er. „Gakktu því aldrei með gáleysi
hjá.“ Já, þá voru tímar mikils frelsis í veröldinni. Hefurðu veitt því eftir-
tekt hve rauðhært fólk er ferskt og fjörugt? Lesið hef ég einhvers staðar að
frumbyggjar Norðurálfú hafi verið rauðhærðir.
Þú munt því geta skilið að mér verður oft hugsað til Þórðar og Stein-
unnar hinumegin grafar. Elcki dreg ég í efa að þau komast fljótlega til
mikillar dýrðar á Sumarlandinu, þó að Steinunn gæti aldrei þröngvað sér
til að trúa annarslífs hégiljum og Þórður rak alltaf upp hlátur þegar
annað líf bar á góma. Hann var sósíaldemókrat og hlaut undirstöðu síns
lífsskilnings á Brandesaröldinni, og þeim skilningi reyndist hann trúr allt
til æviloka. Þetta skiptir heldur engu verulegu máli. En þeirra mikla góð-
vild og gestrisni, þeirra frábæra hjálpsemi við þá sem hjálparinnar þörfn-
TMM 2004 • 3
7