Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 11
Bréf frá Þórbergi Þórðarsyni blettur var öðruvísi en annar. í gamla daga gat maður skroppið út úr eimlestunum sé til uppléttis, þar sem þær námu staðar dálitla stund. Nú er það forboðið og maður verður að láta fyrir berast í lestinni eins og tukthúslimur, jafnvel þó að hún stansi heila klukkustund eða lengur. Það er ekki mikið af Unuhúsi í þessu.Ekki vantar þó trúna á Guð: „Kristilegir demokratar.“ „Vei yður hræsnarar!“ Klukkan var orðin tvö þegar við komum til Vínarborgar. Þar var glaðasólskin og heiður himinn og líkast því sem okkur væri stungið inn í bakarofn þegar við rákum höfuðið út úr lestardyrunum. Þó mátti það heita heim- skautaloftslag hjá því sem síðar kom. Hitar þenja út æðarnar, og þú hlýtur að vita hvaða afleiðingar þenslan getur haft. Datt þér þetta aldrei í hug á suðurferð ykkar Hönnu? Ég skammast mín fyrir þá heimsku að hafa aldrei dottið það í hug fyrr en í þessari reisu, ekki einu sinni suður í sjálfu hitabeltinu í landi Maós, og veit þó Guð að þar var velgjan máttug. En ég var bara galvaskur, alveg eins og hundur sem ekki hefur hugmynd um að hann verður kannski hengdur í fyrra málið. Talsverðum taugaæsandi snúningum urðum við að standa í á járn- brautarstöðinni áður en við gátum ekið heim á vort hótel, Hotel Elita, hvar við fengum gott verelsi sem var í plani Ferðaskrifstofunnar. En allt þefjaði þar af peningagræðgi. Nú er gagnlegt að segja frá því í hvílíkum háska við vorum stödd í þessum hitum vegna forvitni Margrétar á ferðalögum. Hún er alltaf upp- tekin, vill allt skoða og allt vita og getur haldið uppi endalausu sproki um það sem hún vill sjá eða fræðast um. Stundum hótar hún að sitja kyrr í borg eða bæ þangað til hún sé búin að sjá, kannski gamalt hús eða blett þar sem maður hafði verið hengdur á fyrir mörgum öldum. Og hún man svo nákvæmlega allt sem hún hefur áhuga á að hún getur lýst því í smæstu atriðum alla tíð síðan. Hún getur til dæmis lýst ýtarlega rósum í veggfóðri á hóteli sem hún staldraði í eina kvöldstund fyrir þrjátíu árum. Og hún er alltaf að spyrja, og út af hverri spurningu hljótast oft langar ræður, jafnvel í ógúnstugustu kringumstæðum, til að mynda 35 stiga hita á skuggalausu stræti. Og hún ratar eins og sporhundur gegnum flókið gatnasamsull, þótt í stórborg sé. Þó þekkir hún enga átt. Þar er ég klók- ari. Þá er hún ekki sofandi í peningamálum. Hún er hundsnjöll í reikn- ingi (hund = mjög mikið, sbr. hundgamall, hund-rað = mikla röðin), enda efst allra í stærðfræði gegnum allan Kvennaskólann og hafði gaman af að vakna á næturnar til að reikna. Þvílík ónáttúra! Jæja! Ég vaknaði í niörg ár til að skrifa. Hún byrjar alltaf veru sína í nýju landi með því að bera peningagengið þar saman við gengislúsina okkar. Þá fer mér að líða illa, því að ég hef TMM 2004 • 3 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.