Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 12
Þórbergur Þórðarson grun um hvílíkar svimandi summur í íslenskri mynt þarf á móti hverjum skilding útlendum. Enn þá meira varð mér þó um það þegar hún hóf að segja útlendum frá verðmæti íslenskra peninga í samanburði við þeirra stabílu mynt, því að mér var það ljóst að þjóð með þvílíkt rusl fyrir gjald- eyri nýtur lítillar virðingar í hágengislöndum þar sem peningarnir eru eins traustir og gangur himintungla. Við íslendingar getum ekki bætt fyrir ruslinu með heimsögulegum þjóðfrelsisbyltingum eins og þeir frönsku, áður en þeir hækkuðu gengi frankans. í bönkum og öðrum gjaldskiptistofum er Margrét eldskörp og klók og lætur ekki leika á sig, um að gera að láta ekki helvítis pakkið leika á sig, og hún getur haldið fínum bankamönnum uppi á löngu spjalli um gjald- eyrisvísindin, og þeir horfa alls staðar fallega á hana, stundum full fallega. Munksgaard varð svo gagntekinn af henni þegar hún kom þar í búð- inal938 að hann hafði á orði að bjóða okkur heim, sagði Nordal okkur sem þá bjó hjá Munksgaard. En þetta andlit brúkar Margrét ekki ævin- lega. Ef helvítis pakkið er henni ekki að skapi, tekur hana ekki langan tíma að sletta yfir sig annarri ásýnd, og þá langar fáa að bjóða henni heim. Við höfðum ekki lengi reynt að jafna svolítið pipringinn í æðum okkar og taugum á hótelherberginu eftir hristinginn frá Kaupmannahöfn, þegar Margrét gekk sig spurningartúr til forstandynjunnar á hótelinu. Þar fískaði hún það upp, mér til lítillar gleði, að til stæði ferðalag um borgina klukkan níu í fyrra málið. Slíkar reisur kalla útlendir sætsýingu, sem ég ætla afbökun úr sætusýn, því að þá góna menn úr sætum sínum í stórum vögnum, hverja þeir nefna átóbúsa. Ég reyndi að draga úr áhuga Margrétar með því að benda henni á að við hefðum ekki gjaldeyri í svo- leiðis brutl, því að sætsýingar kosta góðan skilding. En hún hlustaði ekki á svoleiðis víl. í sætsýingu skyldum við fara og rífa okkur upp snemma morguns, í stað þess að lofa æðakerfinu að dragast svolítið saman í sætum svefni. Klukkan var nú reyndar orðin hálftíu þegar sætsýingarátóbúsinn kom eftir okkur til hótelsins. Hálftíma staða þar á bakaðri gangstétt. Þá var ekið langa leið út að einu keisarasloti, sem Snorri mundi hafa kallað Skjónubrunn. Þar var fjöldi vagna fýrir og múgur manns, heiður himinn, brennandi sól og löng staða eftir fleiri vögnum og fleira fólki á bakara- ofnsheitu torgi. Loks var hjörðinni hleypt inn, og nú hófst endalaust ráp, gón, stöður og aftur ráp gegnum sali og herbergi, þreyta, meiri þreyta, æðar á spani, æðar á meira spani. Það fannst gónendum einna mest hjartahrærandi hve rúm Franz Jóseps var hversdagslegt. Hann svaf sem sé í öðru herbergi en kerlingin hans. Með konungafólki má ekkert benda 10 TMM 2004 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.