Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 12
Þórbergur Þórðarson
grun um hvílíkar svimandi summur í íslenskri mynt þarf á móti hverjum
skilding útlendum. Enn þá meira varð mér þó um það þegar hún hóf að
segja útlendum frá verðmæti íslenskra peninga í samanburði við þeirra
stabílu mynt, því að mér var það ljóst að þjóð með þvílíkt rusl fyrir gjald-
eyri nýtur lítillar virðingar í hágengislöndum þar sem peningarnir eru
eins traustir og gangur himintungla. Við íslendingar getum ekki bætt
fyrir ruslinu með heimsögulegum þjóðfrelsisbyltingum eins og þeir
frönsku, áður en þeir hækkuðu gengi frankans.
í bönkum og öðrum gjaldskiptistofum er Margrét eldskörp og klók og
lætur ekki leika á sig, um að gera að láta ekki helvítis pakkið leika á sig,
og hún getur haldið fínum bankamönnum uppi á löngu spjalli um gjald-
eyrisvísindin, og þeir horfa alls staðar fallega á hana, stundum full fallega.
Munksgaard varð svo gagntekinn af henni þegar hún kom þar í búð-
inal938 að hann hafði á orði að bjóða okkur heim, sagði Nordal okkur
sem þá bjó hjá Munksgaard. En þetta andlit brúkar Margrét ekki ævin-
lega. Ef helvítis pakkið er henni ekki að skapi, tekur hana ekki langan
tíma að sletta yfir sig annarri ásýnd, og þá langar fáa að bjóða henni
heim.
Við höfðum ekki lengi reynt að jafna svolítið pipringinn í æðum okkar
og taugum á hótelherberginu eftir hristinginn frá Kaupmannahöfn,
þegar Margrét gekk sig spurningartúr til forstandynjunnar á hótelinu.
Þar fískaði hún það upp, mér til lítillar gleði, að til stæði ferðalag um
borgina klukkan níu í fyrra málið. Slíkar reisur kalla útlendir sætsýingu,
sem ég ætla afbökun úr sætusýn, því að þá góna menn úr sætum sínum í
stórum vögnum, hverja þeir nefna átóbúsa. Ég reyndi að draga úr áhuga
Margrétar með því að benda henni á að við hefðum ekki gjaldeyri í svo-
leiðis brutl, því að sætsýingar kosta góðan skilding. En hún hlustaði ekki
á svoleiðis víl. í sætsýingu skyldum við fara og rífa okkur upp snemma
morguns, í stað þess að lofa æðakerfinu að dragast svolítið saman í
sætum svefni.
Klukkan var nú reyndar orðin hálftíu þegar sætsýingarátóbúsinn kom
eftir okkur til hótelsins. Hálftíma staða þar á bakaðri gangstétt. Þá var
ekið langa leið út að einu keisarasloti, sem Snorri mundi hafa kallað
Skjónubrunn. Þar var fjöldi vagna fýrir og múgur manns, heiður himinn,
brennandi sól og löng staða eftir fleiri vögnum og fleira fólki á bakara-
ofnsheitu torgi. Loks var hjörðinni hleypt inn, og nú hófst endalaust ráp,
gón, stöður og aftur ráp gegnum sali og herbergi, þreyta, meiri þreyta,
æðar á spani, æðar á meira spani. Það fannst gónendum einna mest
hjartahrærandi hve rúm Franz Jóseps var hversdagslegt. Hann svaf sem
sé í öðru herbergi en kerlingin hans. Með konungafólki má ekkert benda
10
TMM 2004 • 3