Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 16
Þórbergur Þórðarson
Dónár, glæsilega upplýst. Það hét Hotel Gellért. Við þorðum ekki að tala
en ávörpuðum nú, aldrei þessu vant, hæstan Guð í hljóði.
Það var engin lygi. Hótel þetta var dýrt, dýrasta hótel í allri Búdapest,
þórum sinnum dýrara en þau hótel sem næst koma fýrir neðan. En það
var eins og öll framafgengilegheit við þetta ránverð dyttu úr Margréti
eftir að hún uppgötvaði að úthlutarinn væri mjög svipaður prófessor
Jóni Helgasyni, og eftir það kallaði hún hann aldrei annað en Jón Helga-
son. Það verkaði heimalega. Það verkaði príslækkandi. Og nú var farið
með okkur og pjönkur okkar í lyftu í stóran sal á einhverri hæð í hótel-
inu. Þar skyldum við búa í þá þrjá sólarhringa sem við áttum að standa
við í Búdapest samkvæmt plani Ferðaskrifstofunnar. En hver sveik
okkur? Ferðaskrifstofa ríkisins? Eða þjarkurinn á Hotel Dúna, lent í
gleymsku eða slendriríi fyrir honum að skrifa nöfn okkar á sína pappíra?
Sú gáta er okkur enn óráðin og ræðst kannski ekki fyrr en við náum að-
gangi að þeim arkívum þar sem ekkert gleymist.
En hitt er okkur ekki ráðgáta eftir þessa reisu, að Ferðaskrifstofa ríkis-
ins þarf að ganga heimsmannslegar frá sínum ferðaplönum. Hún fær
planrápurunum í hendur nöfn á þessum og þessum hótelum, þarna og
þarna úti í móralst úrkynjuðum heimi sem hún segist hafa útvegað þeim
gistingu á tiltekna nótt eða nætur. En hvar er sönnunin? Hótelin geta
neitað, ef svo stendur á fyrir þeim þegar til efndanna kemur, að hafa gefið
nein slík loforð. Það virðist liggja hugsandi manni í augum uppi að ferða-
skrifstofan eigi að fá planrápurunum í hendur skriflegt plagg frá hótel-
unum um loforð fýrir herbergi hina tilteknu nótt eða nætur. Þá fyrst hafa
rápararnir í höndum sannanir og rétt til að sækja svikarana til saka. Það
er allt annað en spaug að lenda í því sem við aumingja Margrét lentum 1
á Hótel Dúna, í framandi heimi um svarta nótt þar sem öll hótel eru
troðfull af flakkaralýð. Það sem okkur bjargaði frá götunni var það að
Hótel Gellért var svo óhóflega dýrt að þar hafði eitt herbergi orðið af-
gangs.
Við háttuðum svo í okkar yfirluxusíbúð, komin á ystu þröm á æðum og
taugum. Ég las Aandemateríalisationer í þýðingu eftir Sigurd minn Trier,
hlustaði þó við og við eftir andardrætti Margrétar. Fyrst heyrðist ekkert.
Hefur eitthvað komið fyrir? Ég hlustaði aftur, ennþá aftur. Loks voru farnar
að heyrast hrotur. Guði sé lof! En þær voru óhuggulega kraftlitlar.
Við vöknuðum þó bæði til jarðneska lífsins næsta morgun. Ég skim-
aði út um gluggann. Heiður himinn og auðvitað sólskin, Dóná fram
undan. Hinumegin stórborg með reykhafi yfir. Þetta verkaði ekJci
skemmtilega. Við á fætur. Strax að byrja puðið, rápið, gónið, og svo kom
annað verra. Ég hringdi undireins á esperantostöðvarnar og hitti fyrir í
14
TMM 2004 • 3