Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 16
Þórbergur Þórðarson Dónár, glæsilega upplýst. Það hét Hotel Gellért. Við þorðum ekki að tala en ávörpuðum nú, aldrei þessu vant, hæstan Guð í hljóði. Það var engin lygi. Hótel þetta var dýrt, dýrasta hótel í allri Búdapest, þórum sinnum dýrara en þau hótel sem næst koma fýrir neðan. En það var eins og öll framafgengilegheit við þetta ránverð dyttu úr Margréti eftir að hún uppgötvaði að úthlutarinn væri mjög svipaður prófessor Jóni Helgasyni, og eftir það kallaði hún hann aldrei annað en Jón Helga- son. Það verkaði heimalega. Það verkaði príslækkandi. Og nú var farið með okkur og pjönkur okkar í lyftu í stóran sal á einhverri hæð í hótel- inu. Þar skyldum við búa í þá þrjá sólarhringa sem við áttum að standa við í Búdapest samkvæmt plani Ferðaskrifstofunnar. En hver sveik okkur? Ferðaskrifstofa ríkisins? Eða þjarkurinn á Hotel Dúna, lent í gleymsku eða slendriríi fyrir honum að skrifa nöfn okkar á sína pappíra? Sú gáta er okkur enn óráðin og ræðst kannski ekki fyrr en við náum að- gangi að þeim arkívum þar sem ekkert gleymist. En hitt er okkur ekki ráðgáta eftir þessa reisu, að Ferðaskrifstofa ríkis- ins þarf að ganga heimsmannslegar frá sínum ferðaplönum. Hún fær planrápurunum í hendur nöfn á þessum og þessum hótelum, þarna og þarna úti í móralst úrkynjuðum heimi sem hún segist hafa útvegað þeim gistingu á tiltekna nótt eða nætur. En hvar er sönnunin? Hótelin geta neitað, ef svo stendur á fyrir þeim þegar til efndanna kemur, að hafa gefið nein slík loforð. Það virðist liggja hugsandi manni í augum uppi að ferða- skrifstofan eigi að fá planrápurunum í hendur skriflegt plagg frá hótel- unum um loforð fýrir herbergi hina tilteknu nótt eða nætur. Þá fyrst hafa rápararnir í höndum sannanir og rétt til að sækja svikarana til saka. Það er allt annað en spaug að lenda í því sem við aumingja Margrét lentum 1 á Hótel Dúna, í framandi heimi um svarta nótt þar sem öll hótel eru troðfull af flakkaralýð. Það sem okkur bjargaði frá götunni var það að Hótel Gellért var svo óhóflega dýrt að þar hafði eitt herbergi orðið af- gangs. Við háttuðum svo í okkar yfirluxusíbúð, komin á ystu þröm á æðum og taugum. Ég las Aandemateríalisationer í þýðingu eftir Sigurd minn Trier, hlustaði þó við og við eftir andardrætti Margrétar. Fyrst heyrðist ekkert. Hefur eitthvað komið fyrir? Ég hlustaði aftur, ennþá aftur. Loks voru farnar að heyrast hrotur. Guði sé lof! En þær voru óhuggulega kraftlitlar. Við vöknuðum þó bæði til jarðneska lífsins næsta morgun. Ég skim- aði út um gluggann. Heiður himinn og auðvitað sólskin, Dóná fram undan. Hinumegin stórborg með reykhafi yfir. Þetta verkaði ekJci skemmtilega. Við á fætur. Strax að byrja puðið, rápið, gónið, og svo kom annað verra. Ég hringdi undireins á esperantostöðvarnar og hitti fyrir í 14 TMM 2004 • 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.