Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 21
Glæpasaga Íslands
Ekki var Kambsránið aðeins nútímalegur glæpur, svona eftir á að
hyggja, heldur var rannsókn málsins líka í hæsta máta nútímaleg. Sýndi
Þórður Sveinbjörnsson sýslumaður snilldartakta við þá rannsókn, sem
endaði í ákæru og sakfellingu allra hlutaðeigandi. Voru það meðlimir í
alræmdu þjófafélagi í Árnessýslu sem meðal annars hafði staðið bak við
stórþjófnað úr Eyrarbakkaverslun.
Eftirfarandi texti er úr Öldinni sem leið 1801-1860:
Hið íýrsta sem kom rannsóknardómaranum á rétt spor, var það, að gerhugul
kona þóttist þekkja handbragðið á skó þeim, sem fannst í túnjaðrinum á Kambi.
Taldi hún nálega víst, að kona Jóns Geirmundssonar á Stéttum í Hraunshverfi í
Stokkseyrarhreppi hefði gert hann. Af spori í steðja Jóns sannaðist einnig, að járn-
teinninn nýslegni [sem staðið hafði við bæjardyrnar á Kambi] hafði verið á
honum sleginn. Af vettlingi, sem fannst í túninu á Kambi fáum dögum eftir ránið,
bárust bönd að Jóni Kolbeinssyni rennismið á Brú í Stokkseyrarhreppi. Þá sann-
aðist einnig að bróðir hans, Hafliði Kolbeinsson á Stóra-Hrauni, hefði eigi verið
heima nótt þá, er ránið var framið. Voru þessir menn allir teknir til yfirheyrslu, og
játuðu þeir eftir alllöng réttarhöld á sig glæpinn.
Fyrir utan fjölmiðlafár, afskipti lögfræðinga og vikulega gæsluvarðhalds-
úrskurði eru réttarlæknisfræðileg sönnunargögn - það er að segja lífsýni
hverskonar, hár, munnvatn, blóð - það eina sem vantar upp á að rann-
sókn Kambsránsins hefði getað átt sér stað á 21. öldinni.
Af þessu sögulega samhengi leyfi ég mér að draga þá ályktun að hugur
glæpamannsins sé sálrænt fyrirbæri, jafngamalt mannkyninu, sem hafi
ekkert breyst í aldanna rás, hvorki til hins betra fyrir tilstuðlan þjóðfé-
lagsbreytinga, trúarbragða eða aukinnar siðferðisvitundar, né til hins
verra vegna stórborgarfirringar, ofbeldis í menningunni eða efnishyggju.
Ég tel að fyrrgreindir áhrifaþættir séu hluti af því síbreytilega umhverfi
sem hið illa í mannssálinni lagar sig jafnóðum að.
Með þessa gefnu staðreynd að leiðarljósi hóf ég ritun skáldsögunnar
Svartur á leik sem fjallar meðal annars um þennan „huga“ glæpamanns-
ins, hvernig hann lifir sjálfstæðu lífi innra með þeim sem gefa sig honum
á vald, hvernig hann sameinar þessar manneskjur í myrkviðum undir-
heimanna - líkt og ljósið dregur hinn uppljómaða að trúnni - og hvernig
hann hlutgerist síðan sem ofbeldisfullur auðgunarglæpur uppi á yfir-
borðinu, í umhverfinu sem við „hin“ höfum skapað og köllum samfé-
lagið „okkar“.
Meðal annarra fyrirbæra sem ég fjalla um í skáldsögunni er hin hrein-
ræktaða illska, sem öfugt við huga glæpamannsins starfar ekki á rökræna
sviðinu. Markmið hennar eru óskýr, jafnvel engin, og skyndigróðafíkn
TMM 2004 • 3
19