Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 21
Glæpasaga Íslands Ekki var Kambsránið aðeins nútímalegur glæpur, svona eftir á að hyggja, heldur var rannsókn málsins líka í hæsta máta nútímaleg. Sýndi Þórður Sveinbjörnsson sýslumaður snilldartakta við þá rannsókn, sem endaði í ákæru og sakfellingu allra hlutaðeigandi. Voru það meðlimir í alræmdu þjófafélagi í Árnessýslu sem meðal annars hafði staðið bak við stórþjófnað úr Eyrarbakkaverslun. Eftirfarandi texti er úr Öldinni sem leið 1801-1860: Hið íýrsta sem kom rannsóknardómaranum á rétt spor, var það, að gerhugul kona þóttist þekkja handbragðið á skó þeim, sem fannst í túnjaðrinum á Kambi. Taldi hún nálega víst, að kona Jóns Geirmundssonar á Stéttum í Hraunshverfi í Stokkseyrarhreppi hefði gert hann. Af spori í steðja Jóns sannaðist einnig, að járn- teinninn nýslegni [sem staðið hafði við bæjardyrnar á Kambi] hafði verið á honum sleginn. Af vettlingi, sem fannst í túninu á Kambi fáum dögum eftir ránið, bárust bönd að Jóni Kolbeinssyni rennismið á Brú í Stokkseyrarhreppi. Þá sann- aðist einnig að bróðir hans, Hafliði Kolbeinsson á Stóra-Hrauni, hefði eigi verið heima nótt þá, er ránið var framið. Voru þessir menn allir teknir til yfirheyrslu, og játuðu þeir eftir alllöng réttarhöld á sig glæpinn. Fyrir utan fjölmiðlafár, afskipti lögfræðinga og vikulega gæsluvarðhalds- úrskurði eru réttarlæknisfræðileg sönnunargögn - það er að segja lífsýni hverskonar, hár, munnvatn, blóð - það eina sem vantar upp á að rann- sókn Kambsránsins hefði getað átt sér stað á 21. öldinni. Af þessu sögulega samhengi leyfi ég mér að draga þá ályktun að hugur glæpamannsins sé sálrænt fyrirbæri, jafngamalt mannkyninu, sem hafi ekkert breyst í aldanna rás, hvorki til hins betra fyrir tilstuðlan þjóðfé- lagsbreytinga, trúarbragða eða aukinnar siðferðisvitundar, né til hins verra vegna stórborgarfirringar, ofbeldis í menningunni eða efnishyggju. Ég tel að fyrrgreindir áhrifaþættir séu hluti af því síbreytilega umhverfi sem hið illa í mannssálinni lagar sig jafnóðum að. Með þessa gefnu staðreynd að leiðarljósi hóf ég ritun skáldsögunnar Svartur á leik sem fjallar meðal annars um þennan „huga“ glæpamanns- ins, hvernig hann lifir sjálfstæðu lífi innra með þeim sem gefa sig honum á vald, hvernig hann sameinar þessar manneskjur í myrkviðum undir- heimanna - líkt og ljósið dregur hinn uppljómaða að trúnni - og hvernig hann hlutgerist síðan sem ofbeldisfullur auðgunarglæpur uppi á yfir- borðinu, í umhverfinu sem við „hin“ höfum skapað og köllum samfé- lagið „okkar“. Meðal annarra fyrirbæra sem ég fjalla um í skáldsögunni er hin hrein- ræktaða illska, sem öfugt við huga glæpamannsins starfar ekki á rökræna sviðinu. Markmið hennar eru óskýr, jafnvel engin, og skyndigróðafíkn TMM 2004 • 3 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.