Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 23
Glæpasaga Íslands
sóttur í efnismikinn heimildabrunn, blaðagreinar, fréttir, viðtöl mín og
annarra, dómsskjöl og fleira. Persónur bókarinnar eru að sama skapi
skáldsagnaverur þó að í orðum þeirra og æði megi finna samsvaranir við
persónur úr undirheimum, bæði lifandi og dauðar.
Þáttur af ívari og Tóta
Þegar klukkuna í mælaborðinu vantaði tvær mínútur í tólf á mið-
nætti drap ívar á átta strokka bílvélinni og bílgræjunum um leið,
síðan henti hann síðustu þremur af tæplega tuttugu efedríntöfl-
unum upp í sig og gaf Tóta létt olnbogaskot.
„Ertu tilbúinn, félagi?“ spurði hann og bruddi töflurnar af
áfergju.
„Já ... kýlum á þetta, rétt strax,“ sagði Tóti og þefaði einu sinni
enn upp úr lítilli rush-flösku frá Hamborg áður en hann skrúfaði
tappann affur á hana og henti henni ásamt tómu efedríntöfluglas-
inu í hanskahólfið, ertandi lyktin af rokgjörnum vökvanum fyllti á
honum höfuðið eins og heitt eiturgas, sjáöldur augnanna þöndust
út, hjartað sló eins og tvöföld bassatromma einhvers staðar langt í
burtu, tíminn hökti og rúmið flökti eins og kertaljós í rafmögnuðu
næturmyrkrinu og bláglóandi rigningunni, sem ýmist stóð í stað
eða sogaðist upp í botnfall himinsins, honum fannst hann svífa í
blágrárri móðu utan við líkamann og sjá gegnum mölétna hulu
raunveruleikans og inn í ljóslausa veröld lifandi skugga og sjálfbærra
martraða, „vei yður, þér auðmenn, því að þér hafið tekið út huggun
yðar ... vei yður, sem nú eruð saddir, því að yður mun hungra ... vei
yður sem nú hlæið, því að þér munuð sýta og gráta ...“
„Ókei, nóg af þessu þungarokksrugli ... nú er það bara geð-
veikin maður,“ greip Ivar þvoglumæltur fram í fýrir honum og
sparkaði upp hurðinni bílstjóramegin og æddi urrandi út í nóttina,
„númer hvað var þetta djöfulsins hús?“
„Hundrað þrjátíu og sjö ... bíddu effir mér,“ sagði Tóti og stökk út
og skellti hurðinni farþegamegin á eftir sér, hann tvíhenti níðþunga
öxina og hljóp eins og landgönguliði úr herjum Heljar á effir ívari.
TMM 2004 • 3
21