Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 23
Glæpasaga Íslands sóttur í efnismikinn heimildabrunn, blaðagreinar, fréttir, viðtöl mín og annarra, dómsskjöl og fleira. Persónur bókarinnar eru að sama skapi skáldsagnaverur þó að í orðum þeirra og æði megi finna samsvaranir við persónur úr undirheimum, bæði lifandi og dauðar. Þáttur af ívari og Tóta Þegar klukkuna í mælaborðinu vantaði tvær mínútur í tólf á mið- nætti drap ívar á átta strokka bílvélinni og bílgræjunum um leið, síðan henti hann síðustu þremur af tæplega tuttugu efedríntöfl- unum upp í sig og gaf Tóta létt olnbogaskot. „Ertu tilbúinn, félagi?“ spurði hann og bruddi töflurnar af áfergju. „Já ... kýlum á þetta, rétt strax,“ sagði Tóti og þefaði einu sinni enn upp úr lítilli rush-flösku frá Hamborg áður en hann skrúfaði tappann affur á hana og henti henni ásamt tómu efedríntöfluglas- inu í hanskahólfið, ertandi lyktin af rokgjörnum vökvanum fyllti á honum höfuðið eins og heitt eiturgas, sjáöldur augnanna þöndust út, hjartað sló eins og tvöföld bassatromma einhvers staðar langt í burtu, tíminn hökti og rúmið flökti eins og kertaljós í rafmögnuðu næturmyrkrinu og bláglóandi rigningunni, sem ýmist stóð í stað eða sogaðist upp í botnfall himinsins, honum fannst hann svífa í blágrárri móðu utan við líkamann og sjá gegnum mölétna hulu raunveruleikans og inn í ljóslausa veröld lifandi skugga og sjálfbærra martraða, „vei yður, þér auðmenn, því að þér hafið tekið út huggun yðar ... vei yður, sem nú eruð saddir, því að yður mun hungra ... vei yður sem nú hlæið, því að þér munuð sýta og gráta ...“ „Ókei, nóg af þessu þungarokksrugli ... nú er það bara geð- veikin maður,“ greip Ivar þvoglumæltur fram í fýrir honum og sparkaði upp hurðinni bílstjóramegin og æddi urrandi út í nóttina, „númer hvað var þetta djöfulsins hús?“ „Hundrað þrjátíu og sjö ... bíddu effir mér,“ sagði Tóti og stökk út og skellti hurðinni farþegamegin á eftir sér, hann tvíhenti níðþunga öxina og hljóp eins og landgönguliði úr herjum Heljar á effir ívari. TMM 2004 • 3 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.