Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 25
Glæpasaga Íslands Konan rak upp hálfkæft óp, missti fótanna og hentist eins og tuskudúkka aftur íyrir sig, hún baðaði út höndunum og sleit niður barnaföt af lágum snaga í fallinu og lenti með þau í fanginu á flísa- lögðu gólfi forstofunnar, hnakkinn skall á innri þröskuldinum, munnurinn og nefið fylltust af dökkrauðu blóði, hún saup hveljur og starði með ósvikna skelfingu í galopnum augunum á grímu- klæddan skuggann sem æddi urrandi yfir hana og inn í húsið þeirra. Hermannaklossi sökk á kaf í maga hennar, hællinn marði líf- beinið og hörð táin rakst upp undir rifjahylkið, beint framundan var eldhúsið en til hægri var stofan og þar fannst Tóta hann sjá ein- hverja hreyfmgu, hann stökk til hliðar og slengdi um leið öðrum skóhælnum bylmingsfast í vinstra gagnauga konunnar sem í and- stuttri örvæntingu hafði reynt að grípa um fætur hans. Á stofuborðinu voru hálftóm bjórglös, Scrabble-spil með öllu tilheyrandi, sígarettupakkar, kveikjari og öskubakki úr reyklituðu gleri þar sem tvær sígarettur brunnu hvor á móti annarri, og fram af brún glerborðsins valt tóm flaska undan japönskum Sapporo- bjór og lenti með háværum skelli á gegnheilu parketinu, í bik- svörtum Kenwood-græjum mallaði lagið „A Horse With No Name“ með hljómsveitinni America en dökkbrúni leðursófinn og dökkbrúnu leðurstólarnir voru auðir og hvergi í dauflýstri stof- unni var mannveru að sjá. „í DAG öskraði Tóti og reiddi öxina til höggs, „ER GÓÐUR -“ hann klauf stereógræjustaflann og sérhannaðan skápinn utan um hann frá efstu brún og niður í gólf, „HELVÍTIS DAGUR -“ það skutust tréflísar og gulir og rauðir neistar í allar áttir, lagið um nafnlausa hestinn dó, rafmagnið sló út í íbúðinni, hátalarasnúr- urnar kipptust til og tvö-þrjúhundruð vatta hátalarabox á stærð við örbylgjuofna komu svífandi ofan af hárri hillusamstæðu og lentu með þungu brothljóði á parketinu, „FYRIR PÖDDUR -“ annar leðurstóllinn var næstur undir öxina, á eftir honum fékk rúmlega meters hár snúningsstandur fyrir geisladiska að kenna á öflugu verkfærinu, TIL AÐ —“ þá risastórt hnattlíkan úr tré og síðan fjörutíu tommu Philips sjónvarpstækið sem splundraðist með holum og tilkomumiklum glerrigningarhvelli, „FUCKING DEYJA.“ TMM 2004 • 3 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.