Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 25
Glæpasaga Íslands
Konan rak upp hálfkæft óp, missti fótanna og hentist eins og
tuskudúkka aftur íyrir sig, hún baðaði út höndunum og sleit niður
barnaföt af lágum snaga í fallinu og lenti með þau í fanginu á flísa-
lögðu gólfi forstofunnar, hnakkinn skall á innri þröskuldinum,
munnurinn og nefið fylltust af dökkrauðu blóði, hún saup hveljur
og starði með ósvikna skelfingu í galopnum augunum á grímu-
klæddan skuggann sem æddi urrandi yfir hana og inn í húsið
þeirra.
Hermannaklossi sökk á kaf í maga hennar, hællinn marði líf-
beinið og hörð táin rakst upp undir rifjahylkið, beint framundan
var eldhúsið en til hægri var stofan og þar fannst Tóta hann sjá ein-
hverja hreyfmgu, hann stökk til hliðar og slengdi um leið öðrum
skóhælnum bylmingsfast í vinstra gagnauga konunnar sem í and-
stuttri örvæntingu hafði reynt að grípa um fætur hans.
Á stofuborðinu voru hálftóm bjórglös, Scrabble-spil með öllu
tilheyrandi, sígarettupakkar, kveikjari og öskubakki úr reyklituðu
gleri þar sem tvær sígarettur brunnu hvor á móti annarri, og fram
af brún glerborðsins valt tóm flaska undan japönskum Sapporo-
bjór og lenti með háværum skelli á gegnheilu parketinu, í bik-
svörtum Kenwood-græjum mallaði lagið „A Horse With No
Name“ með hljómsveitinni America en dökkbrúni leðursófinn og
dökkbrúnu leðurstólarnir voru auðir og hvergi í dauflýstri stof-
unni var mannveru að sjá.
„í DAG öskraði Tóti og reiddi öxina til höggs, „ER GÓÐUR
-“ hann klauf stereógræjustaflann og sérhannaðan skápinn utan
um hann frá efstu brún og niður í gólf, „HELVÍTIS DAGUR -“ það
skutust tréflísar og gulir og rauðir neistar í allar áttir, lagið um
nafnlausa hestinn dó, rafmagnið sló út í íbúðinni, hátalarasnúr-
urnar kipptust til og tvö-þrjúhundruð vatta hátalarabox á stærð
við örbylgjuofna komu svífandi ofan af hárri hillusamstæðu og
lentu með þungu brothljóði á parketinu, „FYRIR PÖDDUR -“
annar leðurstóllinn var næstur undir öxina, á eftir honum fékk
rúmlega meters hár snúningsstandur fyrir geisladiska að kenna á
öflugu verkfærinu, TIL AÐ —“ þá risastórt hnattlíkan úr tré og
síðan fjörutíu tommu Philips sjónvarpstækið sem splundraðist
með holum og tilkomumiklum glerrigningarhvelli, „FUCKING
DEYJA.“
TMM 2004 • 3
23