Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 26
Stefán Máni Um það bil sem síðustu glerflísarnar lentu með kitlandi hringli á gljáfægðu parketinu birtist náfölt karlmannsandlit fyrir aftan sófabakið, síðan stökk Helgi Már Sigurðarson æpandi á fætur og hljóp á þunnum inniskóm og rauðum silkináttbuxum einum fata að gluggaröðinni í suðurenda stofunnar, hann reif þykk tjöldin frá og tók gluggadyrnar úr lás, en áður en honum tókst að opna þær út á sólpallinn kom stórt blómaker úr leir fljúgandi hljóðlaust utan úr nóttinni og sprengdi sér leið í gegnum tvöfalt glerið í þeim. Tóti beygði sig í hnjánum, lét öxina síga og skýldi höfðinu með vinstri handleggnum, en Helgi Már lyftist upp og flaug tæpa tvo metra aftur á bak inn í stofuna með regnblautt blómakerið í fang- inu, eins og ósýnileg hönd hefði kippt í hann, og hann lenti harka- lega á rassinum og síðan á bakinu á hörðu trégólfinu, kaffærður í mold og vikri, oddhvössum glerbrotum og marglitum blómatætl- um. Gluggatjöldin hreyfðust letilega í kaldri gjólunni, regnið steypt- ist niður á olíuborinn sólpallinn fyrir utan og einstaka dropi sveif utan úr myrkrinu og inn um opinn gluggann. Dökkar útlínur ívars hnúajárns birtust í gluggadyragættinni, hann braut stærstu glerbrotin sem eftir voru í rammanum með heimatilbúnu handfangi byssunnar, síðan klofaði hann holdvotur inn í stofuna með trylltan glampa í útstæðum augunum, það draup af honum ískalt regnið, upp af honum steig römm gufa og útataðir skórnir skildu eftir óskýr moldarspor á ljósu furuparket- inu ... Þátturinn af ívari og Tóta er brot úr skáldsögunni Svartur á leik sem væntanleg er frá Máli og menningu í Haust. 24 TMM 2004 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.