Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 33
Rokkstjarna í Kólumbíu ræðalegur þegar hann var búinn að segja þetta, en þetta var ekki bara frá hans hjarta, við vorum öll að hugsa eitthvað á þessa leið. Ekki það að maður vilji vera rokkstjarna heldur er þetta tilfinning sem er mjög gaman að upplifa - og hollt að reyna einu sinni á ævinni.“ Pólitísku Ijóðin áhrifamikil Þú varst í þeirri einstöku aðstöðu að skilja allt sem fram fór af því þú skildir allar spænsku þýðingarnar. Utn hvað eru skáld að yrkja í veröldinni á okkar dögum? „Því er erfitt að svara svona í hvelli en það má rannsaka betur í góðu tómi því öll ljóðin sem við lásum voru gefin út í einni bók,“ segir Ingi- björg og veifar myndarlegri ráðstefnubók. „Við vorum 68 skáld á hátíðinni, frá Evrópu, Afríku, Eyjaálfu og Asíu en langflest frá Suður-Ameríku - og einn frá Norður-Ameríku. Hlutfall kynjanna var gott og alltaf bæði karlar og konur í hverjum upplestrar- hóp. Mörg skáldanna fluttu pólitískan boðskap, til dæmis voru Arabarnir mjög pólitískir. Abdul Hadi Sadoun, sem er frá írak en býr á Spáni, las t.d. ljóð þar sem hann sagði frá því að þegar hann yfirgaf ættjörð sína þá hafi móðir hans spurt hvort hann ætlaði ekki að segja fólkinu í nýja land- inu frá ættlandi sínu, menningu þess og fegurð. Þá telur hann upp öll stríðin og allt þetta ljóta og vonda og segir svo: Nei mamma, ég ætla ekk- ert að segja frá því. Maður er svo vanur klisjukenndum ættjarðarljóðum að þessi endir kom aftan að áheyrendum og ljóðinu var alls staðar rosa- lega vel tekið. Bandaríkjamaðurinn, Craig Czury, las alls konar ljóð en eitt þeirra gerði alltaf allt vitlaust, það var um stríðið í írak en sviðið var kennslustund í bandarískum unglingaskóla. Allir náðu því um leið að þarna var ekki skáld sem bara vildi skjóta helvítið hann Saddam Hussein heldur fann til með fólkinu í frak og fögnuðu því innilega. Það var sem sagt talsvert um ljóð sem fjölluðu um vandamál samtím- ans, stríðin sem eru háð núna, og fólkið frá löndunum þar sem þau stríð eru háð talaði um þau og það var mjög áhrifaríkt. Þessi ljóð voru samt ekki yfirgnæfandi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru skáldin kannski alltaf að yrkja um það sama: ástina, lífið og dauðann, stríðið og friðinn og eilífðarspurningarnar. En hvert skáld hefur sína eigin rödd, sína eigin sýn, og þessvegna eru þau alltaf að segja eitthvað nýtt. Rússnesk blaða- kona sem var að fýlgjast með hátíðinni sagði við mig að sér fyndist vera vinstri slagsíða á henni. Hvernig í ósköpunum á annað að vera, einsog heimurinn er í dag, hugsaði ég auðvitað, en sagði eitthvað á þá leið að skáld hefðu löngum verið andófsmenn. Þá skipti hún um umræðuefni. TMM 2004 • 3 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.