Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 49
Dánarrannsóknir og morðtilraunir skuggaboxari er að minnsta kosti fyllilega eitthvað.11 Tilraun manns er tekið af heilum hug, og þá fordæmd eða prísuð eftir því hversu vel hún kemst til skila. En ég óska engum þess að vera kallaður ungskáld. Og ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að vorkenna deyjandi ljóðum. Og gleymum ekki, hér á dánarbeðinu, öllu lífinu. Öllu þessu ótrúlega iðandi ljóðlífi. Sumarið 2003 fékk ég að ferðast um landið með hópi af mögnuðum skáldum, og lesa upp fyrir alls konar fólk. Sumsstaðar var meira að segja mjög mikið af alls konar fólki að hlusta, og sumsstaðar hlustaði það í margar klukkustundir. Góðum línum var ekki fagnað með golf-klappi, heldur gólfstappi og húrra-hrópum. Ljóðið var allt í einu alveg feykilega skemmtilegt, og þetta hóstandi lík hérna við hliðina á mér var hvergi nærri. Lá fyrir dauðanum þá sem nú. Fólk hlustaði ekki með höndunum, heldur eyrunum, hló ekki bara að bröndurum í ljóðum heldur af skínandi gleðinni. Átakagleðinni. Samt var ekki að sjá að þetta væru „einfaldari“ ljóð, né heldur voru þau bundin eða óheyrilega mystísk, og þetta voru ekki brandaraljóð. Heldur þung höfuð eins og beljur að vori. Skoppandi höfuð upp um allar hlíðar og meðfram öllum lækjum. Allt í einu voru skáldin ekki gamlir karlar, menntaskólakennarar menntaskólakennaranna minna, heldur ungt fólk með krúttkynslóðar- lopahúfur og rafmagnsgítara. Leðurjakka og iMac. Án þess að aldurinn þurfi að skipta máli. Þetta er nefnilega hægt. Vonleysi dánarbeðsins getur verið víðs fjarri. En til að halda því fjarri þurfa ljóðin líka að vera góð og skáldin óhrædd við að yrkja. Og það eru vissulega ekki allir sem yrkja óhræddir. Það er jafnvel minnihluti. Jóhann Hjálmarsson orti fyrir ekki alltof löngu: „Kannski er best að leyfa því [ljóðinu] að sofa, að minnsta kosti sumum ljóðum. Hvaða skáld kannast ekki við þessa baráttu, vafann sem svo erfitt er að sigra? Án hennar yrðu ekki til ljóð, aðeins orð á haugi málsins. Það er kannski erf- itt að skera úr þessu, einkum nú þegar skáld virðast svo oft rekin áfram af heimtufrekju orðanna.“ Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að „heimtufrekja orðanna“ njóti alls ekki sannmælis. Að það sé sjálf sköpunargáfan, sköpunargleðin, sem Jóhann vill setja í hlekki. En það er misskilningur að öll góð ljóð séu ort af vandvirkni, ekki get ég ímyndað mér vandvirkan Rimbaud, eða 11 í dómi sínum um ljóðabók mína Heimsendapestir sagði Geirlaugur Magnússon að ég væri skuggaboxari. Ég var reyndar kominn á fremsta hlunn með að fara heim til hans og gefa honum einn eða fleiri á ‘ann, til að afsanna þessa kenningu hans. En svo stóðst hún náttúrulega. Næst þegar ég hitt Geirlaug ýlfraði ég eins og hvolpur og seldi honum nýju bókina mína. Að vera ljóðskáld er það sama og að vera skuggaboxari. TMM 2004 • 3 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.