Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 56
Guðmundur Andri Thorsson upprisu og tilurð nýs sjálfs/skálds. Sú saga virðist Bjarna Bjarnasyni að einhverju leyti fyrirmynd um það að birtast í sögu sinni undir skálduðu nafni: þar heitir aðalpersónan Gullbrandur Högnason eins og raunar kötturinn hans líka. Það segir hins vegar sína sögu um hin ólíku samfé- lög sem þessir höfundar eru sprottnir úr og skrifa inn í að frásögnin í Fjallkirkjunni er miklu lygnari en hjá nútímahöfundunum, maður flettir síðu eftir síðu og þótt eitt og annað hendi þá er „ekkert að gerast“ eins og nútímalesendur myndu upplifa það, persónur koma og fara án þess að þjóna „plottinu" sem nútímalesendur hafa því miður vanið sig á að þurfa í frásögnum rétt eins og sykur í mat. Það er synd að þessi hægi tími horfinna bókmennta virðist naumast lengur talinn ásættanlegur í bókum því að við lestur Fjallkirkjunnar endurlifir maður tímaskynjun bernskunnar þar sem hver dagur líður í lygnri eilífð sem umlykur mann eins og himinn; lesandi lifir veruleika bókarinnar svo sterkt að dagar virðast líða á meðan maður les í tvo þrjá klukkutíma og að lestrinum loknum er maður orðinn mannsævi ríkari... Þótt þessar þrjár bækur Bjarna, Þráins og Jóns Kalmans kunni að eiga það sammerkt að eilífðarinnar gætir ekki eins og í Fjallkirkjunni vekur það eftirtekt manns hversu ólíkar þær eru, þótt allar séu eftir uppkomna karlhöfunda og allar lýsi af einurð og einlægni erfiðri æsku - þessu tabúi í íslensku samfélagi þar sem fram til þessa hefur fremur verið sóst eftir bókum um hina góðu daga æskuáranna, hafi á annað borð verið fallist á að bernskan sé boðlegt umíjöllunarefni í bókum. 3 Bók Bjarna er hefðbundnust í þeim skilningi að þar er á ferð þroskasaga um það hvernig drengur kemst til manns - og verður skáld - af eigin rammleik, og í þeirri bók er minnst dvalið við bernskuna. Það er nánast eins og höfundur flýti sér að verða fullorðinn. í bókinni allri er jafn og ögn tjarlægur tónn, Bjarni skrifar blátt áfram og eðlilega, sem stundum virkar mjög vel, einkum þegar kemur að því að lýsa sárri reynslu. Hann horfir á hana kalt en reynir ekki meðvitað að „skrifa kalt“, eins og væri freisting margra höfunda til að auka áhrifamátt frásagnarinnar, og þegar hann notar stór orð eins og „óendanleiki“ eða „óforgengileiki“ þá eru þau orð jafn hrein og bein og öll hin, yfirlætislaus, nákvæm. Hér er til dæmis dálítið lýsing á höfnun. Gullbrandur Högnason er tíu ára og hefur smám saman komist að raun um að faðir hans er farinn burt, fyrst í annað hús og svo alla leið til Færeyja þar sem hann er tekinn saman við aðra konu. Móðirin er með næturgest: 54 TMM 2004 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.