Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 65
Fyrirgjöf af kantinum
spyrnumark Eiðs Guðjohnsen í leik Chelsea gegn Leeds 28. janúar 2003.
Eða skallamark Henrik Larsens í leik Svíþjóðar og Búlgaríu á EM í júní
2004. Allt eru þetta dæmi um fullkomlega samhæfða beitingu líkam-
legrar og andlegrar snilli og næmi sem halda má fram að veiti fagur-
fræðilega upplifun á borð við lýtalausa sýningu á La Bohéme, Svanavatn-
inu eða Hamlet. Hvað þetta varðar má líta á íþróttaatvik eða framgöngu
íþróttamannsins sem listræna sýningu rétt eins og í öðrum listgreinum
og þar með jafngilda sem viðfangsefni fagurfræðilegrar umfjöllunar eða
rannsóknar. Að sjá fallega skorað mark í leik getur verið eins mikil fagur-
fræðileg unun og að horfa á pas-de-deux í ballet, skoða Picasso á safni,
eða hlusta á aríu í óperuhúsi. Leikmaðurinn hefur æff, komið sér í form
og undirbúið þennan einstaka atburð í mörg ár.
Upplifun leikmanns sem tekst upp á þennan veg er einnig hin sama og
upplifun listamannsins sem tekst betur upp en nokkru sinni fyrr. Um
þetta segir Jón Arnar í áðurnefndu viðtali:
Ánægjutilfinningin er stundum svo mikil og sönn að maður ræður ekkert við sig.
Ég hef upplifað þessa frábæru tilfmningu oftar en einu sinni, t.d. þegar ég hef lent
í 2. og 3. sæti á heimsmeistara- eða Evrópumeistaramóti, eða þegar ég sigraði í
Frakklandi á einu helsta tugþrautarmóti í heiminum. Þá fagnaði ég rosalega, enda
upplifði ég þar að allt þetta erfiði og strit margra ára skilaði sér. Allt gekk upp.
Elísabet Jökulsdóttir lýsir þessu einnig vel í sögunni „Sigurmarkið“ í Fót-
boltasögum:
Hann var í upphöfnu ástandi þar sem hann lá á bekknum einsog tilbúinn til flug-
taks, liðið hafði sigrað, hann skoraði sigurmarkið og sagði að nú væri viðbúið að
honum kæmi ekki dúr á auga í nótt, heldur mundi sjá fýrir sér markið affur og
aftur, hvernig hann náði sendingunni, lék á varnarmennina tvo í teignum og
negldi boltann í fjærhornið, og hann mundi ekki ráða við hugann frekar en þegar
sýður uppúr potti og hann sagði að þótt það væri mest um vert að stjórna hug-
anum í fótbolta þá brygðist öll svoleiðis stjórnun á svona stundum sem hann vissi
ekki hvort kalla skyldi andvökustundir eða sigurstundir en hugurinn tæki stjórn-
ina og sýndi þetta aftur og aftur og sömu tilfmningar losnuðu úr læðingi í hvert
sinn og það væri ekki fýrr en undir morgun þegar farið væri að sjóða á heilanum
að hann mundi losna úr þessu augnabliki og komast í það næsta þar sem hann lá
undir fagnandi félagahrúgunni. Svo lyftist hann allur og ég vissi að það var byrjað
og gat ekkert gert nema veifa honum, og olían draup af höndum mér.
TMM 2004 • 3
63