Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 66
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson Fótboltasögur Elísabetar - um hvað eru þær? Bókin Fótboltasögur er safn 49 smásagna eða örsagna sem hver um sig fangar eitt örlítið augnablik í lífi knattspyrnumanna, þjálfara, dómara, fótboltamömmu og sjúkraþjálfara sem flest leggjast á bekkinn hjá sögu- manni sem er sjúkraþjálfari liðsins. í þessum stuttu augnablikum fléttast gjarnan saman hlutverk viðkomandi manna á vellinum og í einkalífi þeirra. Sögurnar eru gjarnan sagðar á máli fótboltamannanna sjálfra, og þegar þeir fjalla um almenna hluti og sitt eigið líf, nota þeir einatt fót- boltamálið sem líkingar og myndmál. Þeir eru dæmigerðir karlar sem eiga flestir erfitt með að tjá sig nema í gegnum íþróttina. Annað hvort verða þeir að kryíja kvennamál sín, tilfinningar, líðan og jafnvel heim- speki í gegnum frásögn sína og tal um leikinn eða hreinlega í íþróttinni sjálfri. Þannig verður hún tungumál þeirra, tjáningartæki. í umíjöllun sinni beitir Elísabet öllum stílbrögðum stuttprósahöfundarins og prósa- ljóðskáldsins því að sögurnar eru margar á mörkum þessara tveggja forma sem fáir höfundar hafa jafn meistaraleg tök á og hún. Yrkisefnin eiga sér tvær hliðar samtímis alla bókina út í gegn, íþróttina og íþrótta- manninn annars vegar og samskipti og mannlega veru hins vegar. Hér er ekki stund né staður til að fara nákvæmlega út í greiningu þessara sagna, örfá dæmi úr bókinni verða að duga sem sýnishorn þess sem hér hefur verið sagt: Hann sagðist vera aumur í mjóbakinu því hann hefði ekki getað varist konunni sinni, hann sem fylgdi þeirri reglu að koma ekki nálægt henni fyrir leik og hún ekki honum, en hún hefði komist inn fyrir vörnina og hann var að pæla í því hvaða tæklingu hún hefði beitt; það var ekki þessi venjulega tækling og ekki var það tveggjafótatækling, svo það hlaut að vera einskonar millifótatækling („Tækl- ingin“, Elísabet Jökulsdóttir 2000:25). Gosbrunnar, skvettur og pollar, hellidemban og þeir vissu ekki hvar þeir voru staddir, það var ekkert, nákvæmlega ekkert sem benti til þess að þetta væri fót- boltavöllur, ekkert, nákvæmlega ekkert sem benti til þess að þeir væru að spila fótbolta þótt þeir væru að sparka í eitthvað, og þótt þeir heyrðu eitthvert baul úr fjarska gátu það allteins verið mannýg naut og ekki áhorfendur, og pípið í flaut- unni gat allteins verið í vængbrotnum fugli, já, það var ekkert sem benti til eins eða neins nema að hvað sem þetta var stóð það í níutíu mínútur, og að það var markatafla sem sýndi annaðhvort lausnina á lífsgátunni eða svar guðs til mann- kynsins: 2-1 („Leikur sem var ekki frestað“, Elísabet Jökulsdóttir 2000:73). Það var einsog þeir væru að passa hliðið að höllinni þótt stundum væri einsog þeir væru sjálfir kóngarnir og þá var nú aldeilis fjör í brekkunni („Miðverðirnir“, Elísabet Jökulsdóttir 2000:30). 64 TMM 2004 ■ 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.