Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 66
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson
Fótboltasögur Elísabetar - um hvað eru þær?
Bókin Fótboltasögur er safn 49 smásagna eða örsagna sem hver um sig
fangar eitt örlítið augnablik í lífi knattspyrnumanna, þjálfara, dómara,
fótboltamömmu og sjúkraþjálfara sem flest leggjast á bekkinn hjá sögu-
manni sem er sjúkraþjálfari liðsins. í þessum stuttu augnablikum fléttast
gjarnan saman hlutverk viðkomandi manna á vellinum og í einkalífi
þeirra. Sögurnar eru gjarnan sagðar á máli fótboltamannanna sjálfra, og
þegar þeir fjalla um almenna hluti og sitt eigið líf, nota þeir einatt fót-
boltamálið sem líkingar og myndmál. Þeir eru dæmigerðir karlar sem
eiga flestir erfitt með að tjá sig nema í gegnum íþróttina. Annað hvort
verða þeir að kryíja kvennamál sín, tilfinningar, líðan og jafnvel heim-
speki í gegnum frásögn sína og tal um leikinn eða hreinlega í íþróttinni
sjálfri. Þannig verður hún tungumál þeirra, tjáningartæki. í umíjöllun
sinni beitir Elísabet öllum stílbrögðum stuttprósahöfundarins og prósa-
ljóðskáldsins því að sögurnar eru margar á mörkum þessara tveggja
forma sem fáir höfundar hafa jafn meistaraleg tök á og hún. Yrkisefnin
eiga sér tvær hliðar samtímis alla bókina út í gegn, íþróttina og íþrótta-
manninn annars vegar og samskipti og mannlega veru hins vegar. Hér er
ekki stund né staður til að fara nákvæmlega út í greiningu þessara sagna,
örfá dæmi úr bókinni verða að duga sem sýnishorn þess sem hér hefur
verið sagt:
Hann sagðist vera aumur í mjóbakinu því hann hefði ekki getað varist konunni
sinni, hann sem fylgdi þeirri reglu að koma ekki nálægt henni fyrir leik og hún
ekki honum, en hún hefði komist inn fyrir vörnina og hann var að pæla í því
hvaða tæklingu hún hefði beitt; það var ekki þessi venjulega tækling og ekki var
það tveggjafótatækling, svo það hlaut að vera einskonar millifótatækling („Tækl-
ingin“, Elísabet Jökulsdóttir 2000:25).
Gosbrunnar, skvettur og pollar, hellidemban og þeir vissu ekki hvar þeir voru
staddir, það var ekkert, nákvæmlega ekkert sem benti til þess að þetta væri fót-
boltavöllur, ekkert, nákvæmlega ekkert sem benti til þess að þeir væru að spila
fótbolta þótt þeir væru að sparka í eitthvað, og þótt þeir heyrðu eitthvert baul úr
fjarska gátu það allteins verið mannýg naut og ekki áhorfendur, og pípið í flaut-
unni gat allteins verið í vængbrotnum fugli, já, það var ekkert sem benti til eins
eða neins nema að hvað sem þetta var stóð það í níutíu mínútur, og að það var
markatafla sem sýndi annaðhvort lausnina á lífsgátunni eða svar guðs til mann-
kynsins: 2-1 („Leikur sem var ekki frestað“, Elísabet Jökulsdóttir 2000:73).
Það var einsog þeir væru að passa hliðið að höllinni þótt stundum væri einsog
þeir væru sjálfir kóngarnir og þá var nú aldeilis fjör í brekkunni („Miðverðirnir“,
Elísabet Jökulsdóttir 2000:30).
64
TMM 2004 ■ 3