Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 70
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson Háskólakennsla og rannsóknir á þessu fræðasviði hafa vaxið jafnt og þétt, einkum síðustu þrjátíu árin. Eins og fljótt má sjá af MLA-gagnagrunninum hefur stöðugur straumur skrifa um íþróttabókmenntir komið út síðan Wiley Lee Umph- lett ritstýrði greinasafni sínu um íþróttir og samtímabókmenntir árið 1975 (Umphlett 1975). Hafnabolti hefur verið sérlega vinsælt umfjöllun- arefni (t.d. Candelaria 1989, Westbrook 1996, Morris 1997, og Lauricella 1999). Snemma á 9. áratug síðustu aldar voru Samtök um íþróttabókmenntir (Sport Literature Association - SLA) stofnuð. Aðsetur þeirra nú er við Austur-Tennessee Ríkisháskólann, en þaðan skipuleggja þau árlegar ráð- stefnur víðsvegar um Bandaríkin og gefa út tvö tölublöð á ári af tímarit- inu Aethlon (upphaflega Arete). Ritið er helgað birtingu ljóða og sagna- skáldskapar með íþróttaþema, auk bókmenntarýni og bókafregna af sviði íþróttabókmennta. Síðustu tvo áratugina hefur mátt sjá fræðirit sem taka til sögu og fræðikenninga um bandarískar íþróttabókmenntir. Árið 1981 kom út verkið Playful Fictions and Fictional Players eftir Neil David Berman, safn ritgerða um hnefaleika, amerískan fótbolta, körfubolta og hafnabolta í bókmenntum. Sama ár kom út verkið Laurel and Thorn eftir Robert J. Higgs, rann- sókn á íþróttahetjum í bandarískum bókmenntum. Hann skiptir þeim í tvo meginflokka: þann Appolóníska eða „tilbúna“ og þann Díónýsíska eða „náttúrlega“ sem einnig inniheldur þann Adóníska eða „uppreisnar- gjarna“ (Higgs 1982). í síðari grein (1991) kynnti Higgs tvo flokka íþróttahetja, þann Edeníska og þann Agóníska. Lyrri flokkurinn nær til eðlislægra, saklausra hetja sem leika leikinn ánægjunnar vegna, en sá síð- ari samsvarar skipulagðri keppni og öllu sem henni fylgir. I bókinni Dreaming of Heroes (1982) skilur Michael Oriard einnig á milli tvenns konar íþróttahetja í bandarískum bókmenntum, hinnar „náttúr- legu“ og hinnar „sjálfgerðu“, sem Oriard telur hafa þróast annars vegar úr þjóðsögum 19. aldar og hins vegar úr unglingabókum fyrri hluta 20. aldar. Að síðustu hefur Christian K. Messenger (1981, 1990) leitað uppi, afmarkað, skilgreint og metið þróun hinnar bandarísku íþróttahetju í gegnum þrjú afmörkuð söguleg þrep - frá hinni fornu „helgisiðahetju" sem keppir fyrst og fremst við sjálfa sig og náttúruna, til „skólahetjunnar“ sem ástundar fagrar íþróttir, heilbrigða keppni, og gefur sig alla fyrir liðið (og þar með samfélagið), og að lokum til „vinsældahetju“ (eða andhetju) síðari hluta 20. aldar, afburðamannsins sem sækist eftir viðurkenningu og verðlaunum án þess að gefa endilega gaum að þörfum liðsins. 68 TMM 2004 ■ 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.