Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 73
Fyrirgjöf af kantinum sagnaritun og samfélagsumræðu. Guðmundur Sæmundsson hélt erindi á ráðstefnunni í Árósum og varpaði þar fram ýmsum rannsóknarspurn- ingum er varða íþróttir fornmanna og áhrif þeirra á íþróttaviðhorf Norðurlandabúa í dag (Guðmundur Sæmundsson 2004a). Iþróttabókmenntir sem slíkar standa á gömlum merg á íslandi. Bækur um íþróttir eða íþróttamenn, eða bækur þar sem íþróttir skipta verulegu máli fyrir ffamrás söguþráðar, persónusköpun og persónuþróun eru fjöldamargar í íslenskri bókmenntasögu. Áður hefur verið minnst á íslendingasögurnar og önnur norræn fornrit sem auðvitað voru langflest rituð á íslandi og af íslendingum. Þar ber e.t.v. hæst ævisögu eins fyrsta íslenska afreksmannsins í íþróttum, Grettis sögu Ásmundarsonar hins sterka (íslendinga sögur 1985 - Fyrra bindi). íþróttir hafa ekki skilið eftir sig mörg ummerki í bókmenntum aldanna milli sagnaritunarinnar og nútímans, þó er aldrei að vita hvað finnst, ef leitað er, t.d. í rímum, viki- vökum og víðar. Bókmenntir 20. aldar þarf að skoða vandlega með þetta í huga, en nokkur dæmi eru vissulega áberandi, svo sem allur höfundarferill Þor- gríms Þráinssonar fyrrum knattspyrnumanns, vinsælar ævisögur íþróttamanna, t.d. Gunnars Huseby (f996), ævisöguþættir um fræga íþróttamenn (t.d. Kristján Jóhannsson f966), einstakar bækur nútíma- höfunda, t.d. fyrrnefndar Fótboltasögur Elísabetar Jökulsdóttur (1991) og Fótboltafíkillinn eftir Tryggva Þór Kristjánsson (2004). Þá má einnig nefna fjölmargar íslenskar bækur síðustu ára og áratuga um fjallaklifur og ævintýri, pólferðir og jökulgöngur, björgunarleiðangra og landkönn- unarferðir. Allar þessar bækur og fjölmargar aðrar verðskulda að til þeirra sé litið sem viðfangsefna á sviði íþróttabókmennta. í eilítið víðari skilningi má líta til íslenskra kvikmyndabókmennta og skoða hvernig íþróttir eru not- aðar þar sem ákveðin þemu, t.d. veiðimennska í Eins og skepnan deyr (1986) og knattspyrna í íslenski draumurinn (2000). Hvað gerist svo í seinni hálfleik? íþróttabókmenntir eru ekkert nýtt. Þær voru til á miðöldum - ekki síst hér á íslandi. Ef til vill er einmitt að leita upphafs norðurevrópskra íþróttabókmennta hér á landi. Sú staðreynd hinsvegar, hve lítið þessi arfur hefur verið rannsakaður, ætti að vera fræðimönnum á sviði sagn- fræði og bókmennta ögrun og hvatning. Þessa áskorun getum við nálg- ast í þremur þrepum: / fyrsta lagi þurfum við að skerpa sýn okkar á íþróttabókmenntir, því TMM 2004 • 3 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.