Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 74
Júlían Meldon D’Arcy og Guðmundur Sæmundsson
að hluti ástæðunnar fyrir vanrækslunni er einmitt skortur á sýn og við-
urkenningu. Þorgrímur Þráinsson getur verið gott dæmi um þetta.
Flokkun á honum sem „unglingabókahöfundi“ hefur dregið úr mikil-
vægi þess að skoða sérstaklega íþróttalega þætti í bókum hans. Hið sama
gæti átt við um Grettis sögu Ásmundarsonar, Gísla sögu Súrssonar eða
Egils sögu Skallagrímssonar, jafnvel Brennu-Njáls sögu (íslendinga sögur
1985 - Fyrra bindi). Þær eru í augum íslenskra bókmenntafræðinga fyrst
og fremst íslendingasögur. Þar með eigum við erfiðara með að átta okkur
á því að þær eru ekki síður merkilegar sem íþróttabókmenntir frá mið-
öldum.
í öðru lagi þurfum við að taka næsta skref, sem er að styrkja grundvöll
fræðigreinarinnar með nákvæmum skilgreiningum og rannsóknum á
einstökum bókmenntaverkum eða höfundum. Með því móti reynum við
að öðlast yfírsýn yfir sviðið.
/ þriðja lagi munu slíkar rannsóknir leiða til þess að smám saman
verði til gagnrýnin, fræðileg umgjörð sem nær yfir íslenskar íþróttabók-
menntir í heild. Til að byrja með þurfum við kannski að notast við þær
kenningar, hugtök og skilgreiningar sem bandarískar rannsóknir og
fræðileg skrif um íþróttabókmenntir hafa fært okkur, en síðar meir
verður áreiðanlega til fræðaumhverfi sem fellur betur að þeim efnivið
sem rannsaka þarf á íslandi.
Rannsóknir á íþróttabókmenntum gætu sem hægast tengst rann-
sóknum á íþróttamálfari, þ. e. málfari íþróttamanna, þjálfara, íþrótta-
fréttamanna, íþróttakennara o.fl. þegar þeir fjalla um íþróttir. Slíkar
rannsóknir eru afar stutt komnar og þyrfti þar að ráða bót á. Einnig þarf
að skoða áhrif íþrótta á almennt málfar í gegnum málsöguna, svo sem
með orðatiltækjum, orðtökum, málsháttum, ferskeytlum og almennu
myndmáli. Tengsl íþrótta og lista, annarra en bókmennta, eru enn eitt
verðugt rannsóknarsviðið, t.d. höggmyndalist og íþróttir, tónlist og
íþróttir, leiklist og íþróttir o.s.frv. í þessu sambandi má til dæmis nefna
The Match, sem áður var getið, og „loftfÍmleikaútgáfuna“ af Rómeó og
Júlíu sem Vesturport setti upp í fyrravetur (Shakespeare 2002).
íþróttafræðasetur KHÍ á Laugarvatni er háskólastofnun á vegum
Kennaraháskóla íslands. Þar hefur farið fram öflug kennsla og verið
stundaðar lifandi rannsóknir á sviði líffærafræði, lífeðlisfræði og lífefna-
fræði, auk þjálffræði, heilsufræði og iðkunar íþróttagreina. Fleiri tengdar
greinar eru að vinna sér sess þar, svo sem íþróttasálfræði, íþróttasaga og
íþróttafélagsfræði. Þess vegna væri afskaplega vel við hæfi að frumkvæði
til að koma upp alhliða aðstöðu eða miðstöð rannsókna á tengslum
menningar (þ.e. bókmennta og annarra listgreina) og íþrótta kæmi frá
72
TMM 2004 • 3