Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 84
ÁRNI BERGMANN bjartsýnni trú á það, að Evrópa og svo heimur allur væri á samfelldri framfarabraut. Um 1930 sækir sá illi grunur enn harðar að mönnum að „veröld sem var“, sem menn eins og Stefan Zweig hafa lýst eftirminnilega, sé endan- lega hrunin og muni ekki aftur rísa. Því Evrópa er þá ekki lengur að rétta úr kútnum eftir heimsstyrjöldina. Yflr gengur kreppa með geypilegu atvinnuleysi, sem margir hlutu að taka sem sönnun þess að borgaralegt samfélag með öflugum kapítalisma væri gjaldþrota. Þessi efnahagskreppa dýpkar með pólitískri kreppu sem skákar því lýðræði út í horn sem menn höfðu treyst á: þess í stað sækir fasismi fram, fyrst á Ítalíu, síðan í Þýska- landi. En meðan framleiðsla skrapp á skömmum tíma saman um 30-40% í helstu ríkjum Vestur-Evrópu státaði Sovét-Rússland af mikill iðnvæð- ingu og skorti á vinnuafli og bauðst síðan til þess að gerast bandamaður allra þeirra sem óttuðust Hitler og hans lið.13 Meðan menn enn vissu fátt um bakhliðina á áætlunarbúskap Stalíns (grimmd samyrkjuvæðingarinnar og fleira þesslegt) var næsta eðlilegt að menn litu til Sovétríkjanna, vongóðir um að þar væri einhver svör að finna sem dygðu við kreppu síns eigin heims. Svo við vísum enn og aftur til Halldórs Laxness, þá tók hann það fram í formála að Alþýðubókinni, að hann hefði gerst sósíalisti í Ameríku, „ekki af lestri sósíalískra fræðirita, heldur af því að virða fyrir mér soltna atvinnuleysingja í skemmti- görðum“. Og í Gerska cevintýrinu leggur hann mikla áherslu á að Sovét- ríkin séu á allt annarri leið en Vesturlönd, einmitt með „áætluninni miklu“ og margítrekar, að það sé lífsnauðsyn fyrir hvern vinstrimann að taka afstöðu með Sovétmönnum ef hann vilji ekki verða „veghefill fasis- « 14 mans . Þetta var margra leið. Sovéttrúin átti sér öflugasta rót í þörf tímans fyrir jákvæðan valkost. Hér mætti ýmsu við bæta, til dæmis því að það er mjög ofmælt að sovéthollir menntamenn og skáld hafi mælt „gegn betri vitund“. Um þetta er að sönnu erfitt að alhæfa, það var mjög misjafnt hve langt eða skammt menn komust inn fyrir það yfirborð hlutanna sem þeir sáu sem í sendinefndum komu til Sovétríkjanna. Menn vildu trúa - og þeim var sýnt margt sem virtist staðfesta trúna. Þótt sumir kæmust út fyrir mjög takmarkaða reynslu sendinefnda- manna (eins og Halldór Laxness gerði að nokkru leyti) höfðu þeir ekki yfirsýn yfir það sem var að gerast. Þeir vissu t.d. eða þá grunaði að til- teknir menn hefðu verið handteknir og dæmdir fyrir litlar eða engar sakir, en enginn gestur gat vitað hve lítill hluti af ógurlegum ísjaka það var sem hann hafði séð eða heyrt af. Einn helsti sérfræðingur í hreins- 82 TMM 2004 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.