Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 87
Trúin A Rússland þörfin er mikil og svo vegna þess að hið sovéska samfélag gerir tilkall til að vera eitthvað nýtt. Menn telja að sjálft frumkvæðið í sögunni sem hafði um tíma verið í höndum Frakka ( byltingin 1789) og Englendinga ( iðnbyltingin) væri nú komin til Rússa: þeir ætluðu sér að reisa þjóðfé- lag án yfirstéttar, án kirkju og guðstrúar, án misskiptingar auðs. Sá þekkti breski hagfræðingur, Keynes, talar um það eftir heimsókn til Sovétríkj- anna árið 1925, að með byltingunni þar sé orðin til „kommúnísk trú“ sem hann sjálfur hafnar, en bætir við: „En margir hljóta á þessum tímum án trúar að finna til sterkrar tilfinningalegrar forvitni um hverja þá trú sem er í raun og veru ný.“19 Það má og sjá oft af ritum pílagríma, sem fara til Sovétríkjanna á þessum árum, að hrifning þeirra er ekki fýrst og fremst tengd því sem hefur verið gert heldur hengir hún sig á ölvandi bjartsýni um mikil áform, á það sem þeir telja sig skynja af talsmáta og framkomu fólks að í vændum sé. Þessa sér t.d. stað í frægu riti Halldórs Laxness um Gerska œvintýrið, þar er oftar en ekki hugsað á þessa leið: „Auðvitað fer mart í ólestri.... En þessu miðar öllu áfram með hraðari skrefum en þróun hefur gerst í vestri löndum.“20 Þegar svo Sovéttrúarmenn þurftu að verja sín viðhorf fýrir sjálfum sér og öðrum, þá varð einmitt þessi hugsun - að í Sovétríkjunum er allt nýtt, svo margt reynt í fyrsta sinn -notadrjúg til að framlengja trúna. Allt er nýtt og því erfitt. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Sú hugsun að Rússland sé og hafi alltaf verið „öðruvísi“ land er nýtt í sama skyni: Rússar eiga enga lýðræðishefð, litla hefð fyrir réttarríki, þeir voru fátækir og ólæsir, allt hjálpar þetta til að sætta menn við að „mart fer í ólestri“ eins og Halldór Laxness segir. Þegar þörfin hvarf En líklega er það sjálf trúarþörfin sem ræður mestu um styrk og langlífi trúar gáfumanna á Sovétríkin. Þegar hún dvínar slappast trúin og hverfur síðan. Sovéttrúin var reyndar sterkust þegar ástandið í landinu var verst, þeas. á dögum samyrkjuvæðingar og pólitískra réttarhalda á fjórða ára- tugnum. Hún framlengdist síðan um nokkur ár, ekki síst vegna þess að Vesturveldin voru bandamenn Stalíns í stríði gegn Hitler: þá þurftu menn á jákvæðri mynd að halda af sínum vopnabræðrum og Hollywood gerði t.d. nokkrar leiknar kvikmyndir að beinni ósk Rooseveltstjórnar- innar sem lofuðu sovéska lífshætti. I þeim var líka hlaðið undir kenningu sem Joseph E. Davies er líklega höfundur að - en hún er sú að í Sovétríkj- unum væru engir Kvislingar eða Fimmtu herdeildarmenn til að þjóna Hitler eftir innrásina í landið vegna þess að „það var búið að skjóta þá“.21 TMM 2004 • 3 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.