Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 94
Huginn Freyr Þorsteinsson
viðskipti væru í gangi. Að Colin Powell skyldi skauta framhjá þessu
mikilvæga atriði vakti athygli glöggra manna.8
Öll miðopna Morgunblaðsins daginn eftir er lögð undir sannanir
Powells og fmnast engar efasemdaraddir í fréttum blaðsins. í leiðara,
„Ræða PoweH“, er sagt frá því þegar Powell „lagði fram ítarlegar
upplýsingar um gereyðingarvopn íraka ..." Hvaða upplýsingar voru
þetta? Eru þær jafn ítarlegar nú og þær voru þá?
Áfangaskýrsla ElBaradei, yfirmanns Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar, og Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlits SÞ, um stöðu vopnaeftirlits-
ins í írak sem lögð var fyrir Öryggisráðið 7. mars 2003 var hins vegar
nánast ekkert rædd þó að í henni væru hraktar veigamiklar fullyrðingar
Bandaríkjastjórnar. í henni eru færð rök fyrir því að fullyrðingar Banda-
ríkjastjórnar um notkun álröranna frægu í kjarnorkuvopnasmíði séu
rangar, efast er um að írakar séu að þróa kjarnorkuvopn og fullyrt að
gögnin frá Níger séu fölsuð. Athuganir fulltrúa alþjóðastofnana eru
hunsaðar af fjölmiðlum og ríkisstjórnum viljugu ríkjanna þó að þeir séu
að framfylgja tilskipunum alþjóðasamfélagsins. Var þetta ekki fréttnæmt?
Ekki frekar en þær óteljandi efasemdaraddir sem lýstu sig andvígar á
ígrundaðri forsendum en stjórnvöld í Bandaríkjunum. Á þær var hallað
en málflutningur Bandaríkjastjórnar fékk að njóta sín gagnrýnislaust á
forsíðum og miðopnum.
Auk aðfinnsla alþjóðastofnana sem höfðu málið á sínu forræði fyrir
hönd alþjóðasamfélagsins var ljóst að fullyrðingar um tengsl al-Qaeda og
Saddams Hussein voru vægast sagt hæpnar og hefðu átt að vekja efa-
semdir um sannleiksást Bandaríkjastjórnar í málinu. Bandarísk þing-
nefnd er rannsakar hryðjuverkin 11. september áréttaði m.a. þetta atriði
í skýrslu síðastliðinn júní.
Frönsk stjórnvöld fengu líka sinn skammt af reiði leiðarahöfunda
Morgunblaðsins en lítið útskýrt í fréttum blaðsins hvaða ástæður þau
höfðu fyrir afstöðu sinni gegn árásarstríði.9 Það eina sem þarlend stjórn-
völd virtust hafa til saka unnið var að efast um forsendur innrásar og vera
ekki tilbúin til hraðafgreiðslu í Öryggisráði SÞ í ljósi þeirra óvissuþátta
sem einkenndu málið eins og að engin vopn höfðu fundist þó að vopna-
effirlitið hefði gengið vel. Einnig er gert of lítið úr mikilvægi þess að sam-
þykkja nýja ályktun sem heimilaði hernaðaraðgerðir og þá tæki sú
ályktun mið af framvindu vopnaeftirlitsins. Um það snerist málið og
málflutningur franskra stjórnvalda innan Öryggisráðs SÞ.
Af hverju var Morgunblaðið svo hallt undir stefnu Bandaríkjastjórnar?
Svörin eru af ýmsum toga. Byrði sögunnar vegur þungt en Morgun-
blaðið hefur af einurð stutt stefnu Bandaríkjamanna í utanríkismálum
92
TMM 2004 • 3