Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 94
Huginn Freyr Þorsteinsson viðskipti væru í gangi. Að Colin Powell skyldi skauta framhjá þessu mikilvæga atriði vakti athygli glöggra manna.8 Öll miðopna Morgunblaðsins daginn eftir er lögð undir sannanir Powells og fmnast engar efasemdaraddir í fréttum blaðsins. í leiðara, „Ræða PoweH“, er sagt frá því þegar Powell „lagði fram ítarlegar upplýsingar um gereyðingarvopn íraka ..." Hvaða upplýsingar voru þetta? Eru þær jafn ítarlegar nú og þær voru þá? Áfangaskýrsla ElBaradei, yfirmanns Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar, og Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlits SÞ, um stöðu vopnaeftirlits- ins í írak sem lögð var fyrir Öryggisráðið 7. mars 2003 var hins vegar nánast ekkert rædd þó að í henni væru hraktar veigamiklar fullyrðingar Bandaríkjastjórnar. í henni eru færð rök fyrir því að fullyrðingar Banda- ríkjastjórnar um notkun álröranna frægu í kjarnorkuvopnasmíði séu rangar, efast er um að írakar séu að þróa kjarnorkuvopn og fullyrt að gögnin frá Níger séu fölsuð. Athuganir fulltrúa alþjóðastofnana eru hunsaðar af fjölmiðlum og ríkisstjórnum viljugu ríkjanna þó að þeir séu að framfylgja tilskipunum alþjóðasamfélagsins. Var þetta ekki fréttnæmt? Ekki frekar en þær óteljandi efasemdaraddir sem lýstu sig andvígar á ígrundaðri forsendum en stjórnvöld í Bandaríkjunum. Á þær var hallað en málflutningur Bandaríkjastjórnar fékk að njóta sín gagnrýnislaust á forsíðum og miðopnum. Auk aðfinnsla alþjóðastofnana sem höfðu málið á sínu forræði fyrir hönd alþjóðasamfélagsins var ljóst að fullyrðingar um tengsl al-Qaeda og Saddams Hussein voru vægast sagt hæpnar og hefðu átt að vekja efa- semdir um sannleiksást Bandaríkjastjórnar í málinu. Bandarísk þing- nefnd er rannsakar hryðjuverkin 11. september áréttaði m.a. þetta atriði í skýrslu síðastliðinn júní. Frönsk stjórnvöld fengu líka sinn skammt af reiði leiðarahöfunda Morgunblaðsins en lítið útskýrt í fréttum blaðsins hvaða ástæður þau höfðu fyrir afstöðu sinni gegn árásarstríði.9 Það eina sem þarlend stjórn- völd virtust hafa til saka unnið var að efast um forsendur innrásar og vera ekki tilbúin til hraðafgreiðslu í Öryggisráði SÞ í ljósi þeirra óvissuþátta sem einkenndu málið eins og að engin vopn höfðu fundist þó að vopna- effirlitið hefði gengið vel. Einnig er gert of lítið úr mikilvægi þess að sam- þykkja nýja ályktun sem heimilaði hernaðaraðgerðir og þá tæki sú ályktun mið af framvindu vopnaeftirlitsins. Um það snerist málið og málflutningur franskra stjórnvalda innan Öryggisráðs SÞ. Af hverju var Morgunblaðið svo hallt undir stefnu Bandaríkjastjórnar? Svörin eru af ýmsum toga. Byrði sögunnar vegur þungt en Morgun- blaðið hefur af einurð stutt stefnu Bandaríkjamanna í utanríkismálum 92 TMM 2004 • 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.