Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 98
Huginn Freyr Þorsteinsson
vegar hefur lítið verið rætt um áhrif stjórnmálamanna á fréttaflutning
sem var þó áberandi í aðdraganda innrásar í írak eins og hér hefur verið
rakið. Það er erfitt að skilja þegar fjölmiðlar eiga í hlut. íslensk stjórnvöld
sýndu eindreginn stuðning við málflutning Bandaríkjastjórnar. Þessi
stuðningur var lítt hugsaður og hefði mátt afhjúpa eða a.m.k. gagnrýna
af þeim fjölmiðli sem vill láta taka sig hvað alvarlegast í utanríkismálum.
Það hlýtur að teljast áhyggjuefni hversu auðveldlega stjórnmálamenn
komust upp með ósannindi og ýkjur. Teljast menn ekki ábyrgir fyrir
slíkum málflutningi? Og hvers vegna voru margir fjölmiðlar ekki á verði?
Hefur sagan ekki kennt okkur hversu lítt hrifnir stjórnmálamenn, sem
hvetja til stríðsaðgerða, eru af sannleikanum þegar hann þjónar ekki
stefnu þeirra? Svo virðist sem fjölmiðlum gangi erfíðlega að kveikja á
þessu.
Eftir stendur þetta:
1. Vopnaeftirlitið í Irak virkaði. írakar áttu ekki gereyðingarvopn.
2. Ríkisstjórn Bandaríkjanna bjó til eða hagræddi staðreyndum um
vopnaeign íraka.
3. Alþjóðastofnanir voru að óþörfu gerðar tortryggilegar af stjórn-
málamönnum og fjölmiðlamönnum.
4. Stríðið var ekki háð með samþykki Sameinuðu þjóðanna.
5. Iraksstjórn og al-Qaeda voru ekki í samstarfi.
6. Líklegt er að stríðsaðgerðirnar hafi verið ólöglegar.
7. Þessar staðreyndir voru ljósar fyrir innrásina í írak.
Spurningin er: Verður leikurinn jafn auðveldur næst og hverjir verða
fórnarlömbin?18
Tilvísanir
1 Sjá m.a. Michael Massing. Now They Tell Us. NewYork Review of Books. 26. febr-
úar 2004. Russ Baker. Scoops and Truth at the Times. The Nation. 23. júní 2003.
William E. Jackson, Jr. NY Times Fails to Acknowledge Its Role in WMD Hype.
Editor & Publisher. 18. febrúar 2004.
2 Þorvaldur Örn Árnason. Slagsíða á Morgunblaðinu. Morgunblaðið, 16 apríl 2003.
3 Reykjavíkurbréf. Morgunblaðið, 30. mars 2003.
4 Chirac vill gefa Saddam íraksforseta frest. Morgunblaðið, 10. september 2002.
5 Vopn, lygar og eftirlit. Morgunblaðið, 18. september 2002.
6 Þrýst á stjórn Bush um að afsanna yftrlýsingu íraka. Morgunblaðið, 10. desember
2002.
7 Sami staður.
96
TMM 2004 • 3