Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 100
Menningarvettvangurinn
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stundu
í fróðlegri grein um fuglaparadísina Christians0 í Weekendavisen í sumar var
sagt frá því að svo létt væri lífið íyrir sjófuglana þar að samkvæmt nákvæmum
rannsóknum gætu álkurnar verið að meðaltali sex og hálfa klukkustund með
ungunum sínum dag hvern - til að skemmta þeim og ala þá upp. Til saman-
burðar segir greinarhöfundur að svo erfið og seinleg sé fæðuöflun fuglanna á
íslandi að álkur þar í landi geti ekki verið nema eina og hálfa mínútu með
ungum sínum á dag.
Þetta er athugunarefni - og ekki aðeins í sambandi við álkur.
Állir með strætó
Þegar þetta er skrifað hefur strætisvagnakerfi Reykjavíkurborgar ekki enn verið
umbylt, en það stendur til í byrjun næsta árs. Kannski - og vonandi - verður
nýja kerfið mun betra en það gamla, en svo vill til að í vor sem leið kynntist ég
því gamla býsna náið og kunni bara vel við það. Auðvitað er ansi seinlegt að taka
strætisvagn af Teigunum og suður í Kópavog eða upp í Breiðholt, út á Nes eða
til Hafnaríjarðar, en það er ekki leiðinlegt ef maður er ekki að flýta sér rosalega
mikið.
Svo háttaði til í lífi mínu í maí og júní í ár að ég var að safna viðtölum við fólk
sem ég þekkti ekki fyrir en þurfti að heimsækja í fjarlægustu kima höfuðborgar-
svæðisins. Eitt ánægjuefnið við slíka vinnu er auðvitað að fá að skoða heimili
fólks og sjá hvað einstaklingarnir búa ótrúlega vel um sig, hvort sem þeir búa í
einu herbergi, tveimur eða sex. Þessu ánægjuefni átti ég satt að segja von á en
ekki hinu, hvað mér fannst gaman að ferðast í strætó þessar löngu vegalengdir.
Eina fýrstu óvissuferðina fór ég með vagni númer 14 frá Ártúni (þangað sem ég
kom með fjarkanum) niður í Mjódd. Veður var fagurt og við bílstjórinn - ein í
vagninum lengst af - nutum útsýnisins um Hamra, Foldir, Rima, Borgir, Engi,
Víkur og Hús. Og hvílík hús! Ég hafði orð á því við bílstjórann að þetta hefði
verið góður túr og hann sagðist þá á móti iðulega bjóða erlendum ferða-
mönnum upp á áætlunarferðir Strætó í stað túristaferða og það væri afar vin-
sælt. Ef ferðamennirnir eru heppnir geta þeir jafnvel blandað geði við innfædda
á leiðinni.
Þegar ég þurfti að komast í Lindirnar í Kópavogi tók ég fjarkann í Mjódd og
98
TMM 2004 ■ 3