Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 102
Menningarvettvangurinn
Grasið á gröfunum
vex jafnt upp af
líkama fávitans og spekingsins
öreigans og auðkýfingsins
og fer allt jafnvel í maga
kanínanna í kirkjugarðinum."
Ljóð eru vinsæl um þessar mundir eins og sjá má á þessu heíti þar sem viðtal er
við ljóðskáld um stærstu ljóðahátíð í heimi og ádeilugrein um ljóðagerð - fyrir
utan öll ljóðin. Skáldaatið á Menningarnótt í sumar troðfyllti líka Tjarnarbíó og
var gerður góður rómur að þó að ekki væru allir klárir á því allan tímann hvað
verið var að gera. Það verður gaman að fara aftur næstu Menningarnótt því að
atið verður örugglega enn betur heppnað þá.
Sumarlesningin
Léttmeti var mest áberandi hjá bókaútgáfum í sumar eins og vera ber; þó braut
Bjartur blað í sögu bókaútgáfu með því að gefa út þýðingu Sveinbjarnar Egils-
sonar á sjálfri Ódysseifskviðu í kilju handa söguþyrstum íslendingum. Hafa þeir
eflaust fengið hugmyndina þegar þeir fréttu af kvikmyndinni um Tróju sem
skartar fögrum konum en einkum þó fjölda íturvaxinna karlmanna.
Ódysseifskviða gerist eftir að Trójustríði lýkur og fjallar um heimför kappans
Ódysseifs um ævintýralegar slóðir Miðjarðarhafsins og alla leið í dauðaheim
Hadesar. Hún lýsir guðlegum galdrakerlingum og íðilfögrum prinsessum, fram-
hjáhaldi guða og trygglyndi hunda, skrímslum og vofum, baráttu hetja og skúrka
sem að lokum hljóta makleg málagjöld, eins og segir í orðsendingu frá útgáfunni.
Þýðing Sveinbjarnar kom fyrst á prent á árunum Í829-1840, í þetta sinn fýlgir
eftirmáli umsjónarmanns útgáfunnar, Svavars Hrafns Svavarssonar, nafnaskrár,
skýringar og kort sem sýnir hrakningar Ódysseifs um Miðjarðarhafið.
Talandi um fornar sögur og kvikmyndun þeirra skrifar Guðni Elísson glæsi-
lega grein í minningarritið um Matthías Viðar Sæmundsson, Engil tímans (JPV-
útgáfa), um pínu og lausn frelsarans í tilefni af umdeildri kvikmynd Mels
Gibson um efnið. Allir kunna einhvern graut í guðspjöllunum þannig að greinin
verður aldrei ofurþung þó að hún vísi ótæpilega í heimildir. Reyndar verða
heimildirnar sem nýjar í meðferð hans, allt í einu sér maður hluti í guðspjöll-
unum sem maður hafði aldrei tekið eftir áður. Og umfjöllun hans um kristin-
dóminn, sögu hans og einkenni, er sannkallaður „augnaopnari“. Svona á að
skrifa um guðfræðileg efni, og ég skora á alla, leika og lærða, að lesa þessa grein,
hvort sem þeir hafa séð kvikmynd Gibsons eður ei.
Af glæpasögum sumarsins hafði ég álíka mikið yndi af Vetrardrottningu Boris
Akúnín (MM), Villibirtu Lizu Marklund (Ari) og Kvenspæjarastofu númer eitt
eftir Alexander McCall Smith (MM). Sú síðasta er þó vissulega sérstæðust, því
þótt maður sé ekki heimavanur í Sankti Pétursborg um aldamótin 1900, þar sem
Fandorin ríkisráð skyggnir undirheima, er heimur hennar ekki líkt því eins
100
TMM 2004 • 3