Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 104
Menningarvettvangurinn launahafar eru Hannes Sigfússon, Þuríður Guðmundsdóttir og Ingibjörg Har- aldsdóttir. Nýjasta ljóð Þorsteins á prenti er fremst í þessu riti. Mál og menning gaf líka út ljóðasafn Steinunnar Sigurðardóttur í sumar og er ekki ónýtt að fá ljóð þessa skemmtilega og glögga skálds á einum stað. Guðni Elísson skrifar formála. Steinunn gaf út sína íyrstu ljóðabók, Sífellur, árið 1969, þá aðeins nítján ára. Hún hefur orðið mun þekktari sem sagnaskáld og ættu góðir lesendur sem ekki þekkja ljóðskáldið að grípa þetta safn höndum tveim því fá slík eru óvæntari og ferskari en Steinunn. Þetta eru „Haustverk“ úr Kart- öfluprinsessunni (1987); Haustin eru tími litanna sem varpa sér yfir landið en gleymum ekki að það er líka á haustin sem menn drepa kærustur sínar. Þetta gerist á ýmsan hátt eftir að kólna tekur í veðri og menn missa trú á náttúruna. Víst er október næstur og allir vita hvað við tekur síðan. Gallinn er sá að menn treysta ekki húminu. Það er misskilningur og á haustin fara menn þess vegna að drepa. Þegar nóg hefði verið að hypja sig bara. Milli rauðra jóla og nýárs rísa kærustur upp frá dauðum, stíga upp til himna á páskum og detta niður á haustnóttum svo hægt sé að slá þær af á nýjan leik. Góður vinur minn telur að skáldsagnahöfundar séu sadistar upp til hópa. Af hverju ættu þeir annars að gera það að gamni sínu að skapa persónum sínum örlög sem iðulega eru meinleg? Þetta skilur aðalpersóna skáldsögunnar Nafna- bókin effir franska rithöfundinn Amélie Nothomb djúpum skilningi og nær sér niðri á höfundi sínum á óvæntan hátt í sögulok. Þessi undursamlega skáldsaga er væntanleg í haust frá Bjarti í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur og er ástæða til að hvetja að minnsta kosti alla þá sem höfðu gaman af kvikmyndinni um Amélie eftir Jean-Pierre Jeunet (2001) að lesa hana. Tónninn er sá sami, hlýr og tvíræður í furðulegri og fyndinni blöndu. Gott dæmi um sadískar tilhneigingar rithöfunda er Barnið og tíminn eftir Bretann Ian McEwan en aðalefni þeirrar skáldsögu er langt og þjáningarfullt sorgarferli manns sem verður íyrir því að þriggja ára dóttur hans er rænt þegar hann er að greiða fyrir vörur í stórmarkaði. Bjartur fær stóra rós í hnappagatið fyrir að láta Árna Óskarsson loksins þýða þessa áhrifamiklu bók á íslensku því hún kom út á frummálinu 1987. Barnið og tíminn er margslungin og meistaralega byggð saga og höfundur leikur sér sérstaklega skemmtilega að bókartitlinum - barninu og tímanum eða barni í tíma, fyrst og fremst með því að fylgjast með þróun sorgar eftir horfið barn eftir því sem tíminn líður. Söguhetjan Stephen Lewis (sem er barnabóka- höfundur og því eins konar barn í tíma) öðlast yfirnáttúrulegt næmi í sinni óumræðilegu sorg einn dag þegar hann er á leið í kurteisisheimsókn til konu sinnar sem yfirgaf hann þegar þau gátu ekki unnið saman úr áfallinu. Á leið sinni endurlifir hann ferðalag sem hann fór kannski meðan hann var enn í 102 TMM 2004 ■ 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.