Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 106
Menningarvettvangurinn Broder, stjörnublaðamanns Spiegels, sem birst hafa á vefsíðu tímaritsins í sumar (http://www.spiegel.de/reise/fernweh/). Hann er í hópi áköfustu íslandsvina um þessar mundir, spjallar við alls konar fólk og lætur sig varða ólíklegustu málefni. Meðal þeirra sem hann hefur hitt eru Hannes Sigurðsson forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur (sem Henryk segir réttilega að sé eins frægur og Björk meðal landa sinna), myndlistarmaðurinn Gunnar Örn og Birgitta Halldórsdóttir rithöfundur. Ein greinin íjallar um Vest- mannaeyjar og umræðuna um göng milli lands og Eyja. „Peningar skipta engu máli á íslandi," segir Henryk. „Ef þeir eru til þá eyðir maður þeim, ef þeir eru ekki til þá eyðir maður þeim samt.“ Þess vegna segir hann ekki útilokað að göngin verði gerð þó að þau kosti morð fjár. Einn áhugasamasti talsmaður gang- anna er Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður og segir Henryk þessa sögu af honum: Nýlega birtist Árna góð álfkona og spurði hvers hann óskaði sér. Þá svaraði Árni: „Láttu gera göngin.“ „Ég er hrædd um að það sé mér um megn,“ svaraði álfkonan. „Allt í lagi, gerðu mig þá að gítarleikara,“ sagði Árni - sem er alræmdur fyrir tón- listaratriði sín á þjóðhátíðum. Nú hugsaði álfkonan sig um smástund og sagði svo: „Segðu mér, Árni, hvað eiga að vera margar akreinar í göngunum?“ Myndlistin Ein skemmtilegasta myndlistarsýning sumarsins var Éggerði þetta ekki í Hafnar- húsinu þar sem Þorvaldur Þorsteinsson stillti upp ýmsum verkum sem hann hafði ekki gert og bauð fólki að skoða. Athyglisverðasti hluti sýningarinnar var í stóra salnum á jarðhæð þar sem komið var fyrir stórum ljósmyndum úr íslenskri náttúru sem Flugleiðir hafa notað til landkynningar - og „Fjallamjólk“ til samanburðar, einu þekktasta málverki Jóhannesar S. Kjarval sem gaf löndum sínum nýja sýn á landið á fyrri hluta síðustu aldar. Þessi hluti sýningarinnar var gagnvirkur því gestir áttu að meta hverja ljósmynd út frá því hvort hún gæfi rétta eða ranga mynd af landinu. Fólki fannst helst falskt bragð af mynd af stökkvandi háhyrningum - kannski af því að færri hafa séð þá en önnur mótív. Því tilfellið er að þó að maður geti látið þessar góðveðursglansmyndir fara í taugarnar á sér þá eru þær engin lygi. Veðrið er stundum gott (raunar miklu oftar en stundum í sumar) og endanlega verður ekki á fegurð þessa lands logið. Áhrifamesta listaverkið sem ég sá í sumar var myndbandsverkið „Bergmál" eftir Su-Mei Tse sem sýnt var í litlum Jdefa í Moderna Museet í Stokkhólmi. Á því sjáum við fagurgrænan bala og handan hans mikinn hamravegg sem minnir sláandi á Hafrahvammagljúfur Jökulsár á Dal - Jöklu. Á balanum græna situr stúlka á stól (raunar listamaðurinn sjálfur), snýr baki í áhorfandann og leikur þunglyndislegt lag á selló. Einfalt, fagurt og stakk íslendinginn beint í hjartað. Þess má geta að Su-Mei fékk Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum í fyrra en þar sýndi hún í skála Lúxemborgar sömu verk og voru í Moderna Museet, „Berg- mál“ og „Götusóparar eyðimerkurinnar“, skondið myndband af götusópurum 104 TMM 2004 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.