Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 109
Bókmenntir Þorleifur Hauksson Sannleikurinn eini Guðmundur Andri Thorsson: Náðarkraftur. Mál og menning 2003. Náðarkraftur, ný skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, grípur lesanda ein- kennilega sterkum tökum strax á íyrstu síðunum. Ekki er það í krafti neinnar æsilegrar atburðarásar. Frásögnin líður fram í lygnum og hægum straumi. Stíl- brögð eru að hætti ljóða fremur en skáldsagna: endurtekin stef, myndir og lík- ingar. Lýsingin er nánast kyrrstæð. Sagan tekur yfir einn sólarhring, frá gullnu kvöldi mánudags og inn í gráan þriðjudag sem líður til kvölds. Við lendum inni í miðri veislu fólks sem verður okkur nákomið, fyrst og fremst vegna þeirrar listar sem einkennir lýsingu á hverjum og einum og á samskiptum þeirra inn- byrðis. Og aftur og aftur söfnuðust þau saman við píanóið þar sem raddir þeirra runnu saman í þýðan hljóm. Katrín stóð beint fýrir aftan manninn sinn og veitti honum styrk til að halda hugrakkur og ótrauður áfram leið sinni inn í myrkviði laga Jóns Múla og Fúsa. Hún hafði skærustu röddina en gætti þess að beita henni einungis til að gefa hljómnum lit, tónn hennar snerti laust við röddum allra hinna svo að loddi við þær silfur. [...] Geiri þandi brjóstkassann og setti í herðarnar eins og óperusöngvari á meðan hann lækkaði röddina og hrukkaði ennið með djúpri innlifun og söng af ýktri fágun með þessari rödd sem hafði verið unnað af gjörvallri Hreyfingunni og ríkt yfir samverustundunum þegar sálirnar fundu fýrir samstöðunni í andstöðunni, treganum í gleðinni og sætleik- anum í ósigrinum. (12) Inn í lýsingu gleði og eindrægni blandast þannig þegar í upphafí angurvær tónn vegna einhvers sameiginlegs skipbrots og söknuður effir glötuðum verðmætum. Svipirfrá liðnum tíma Sögusvið og tími eru skýrt dregin upp. Það er júlímánuður og aldamót fram- undan og við erum stödd í Vogahverfinu í Reykjavík, einum af „flóttamanna- búðum“ sveitafólksins frá sjötta og sjöunda áratugnum. Höfundur hefur ýmis- legt um þá byggð að segja frá þeim landnematímum þegar stéttirnar runnu þar saman í einn graut: TMM 2004 • 3 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.