Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 112
Bókmenntir Þau voru hugsjónalegir munaðarleysingjar frá annarri öld. Þau voru á móti Kerfinu en aðhylltust skipulag sem lá einhvers staðar ónotað og fullkomið í heimi frummyndanna og var ekki tölvumenning eða fjöldamenning, lýðræði eða trúræði nútímans - þau aðhylltust skipulag sem hafði aldrei verið til. [...] Þau leituðu frelsis en voru arftakar málsvara ófrelsis, þau kröfðust jafnréttis en voru arftakar málsvara kúgunar [...] Þau héldu að hlutirnir ættu að skipta máli. Þau voru úr annarri vídd. Þau voru svipir. Þau voru síðustu sósíalistarnir. (223-4) Hér birtast þræðir sem hafa komið fyrir í sögunni á víð og dreif, en um leið og þeir hnýtast saman hverfa þær raddir sem hljómað hafa ofan í eina áleitna höf- undarrödd sem þröngvar ákveðnum skilningi ofan í lesandann. Hann á sér líka takmarkaða stoð í þeim lýsingum sem á undan eru komnar. Það er engu líkara en að togstreita sé á milli skáldsins sem er að skapa og pistlahöfundarins sem leggur línurnar. Þessar geðfelldu, margþættu persónur sem eru að halda veislu á gullnu kvöldi eru þá týpur fremur en sjálfstæðir einstaklingar. Þau eru „síðustu sósíalistarnir“. Ef til vill á líka að skilja sem svo að það séu eftirhreytur þeirrar hreyfmgar og álíka barnslegir tímavillingar sem leita inn á öræfin, tala skáldlega um æðaslátt jökulánna út frá hjarta landsins og segja að ekki megi stífla þessar ár með virkjunum (129—30). Um leið og persónur eru séðar sem týpur hlýtur lesandi að gera kröfur um sögulega grundvöllun. Flestar hugsjónir snúast um hugmyndir og skipulag sem hefur „aldrei verið til“ í raunveruleikanum. Hér á höfundur að sjálfsögðu við trúna á Sovétríkin og það sem kallaði sjálít sig „sósíalismann í framkvæmd". En á þeim tíma, þ.e.a.s. í lok 7. áratugarins, var hinn dæmigerði íslenski sósíalisti sá sem einmitt „bilaði", ef ekki í Ungó þá í Tékkó. Það var þetta fólk sem mest bar á í mótmælaaðgerðunum fyrir utan sovéska sendiráðið og tékknesku sendiskrif- stofuna þegar innrásin var gerð 1968, og jafnframt í Keflavíkurgöngum þess tíma. Hafi einhverjar vonir verið bundnar við Sovétríkin í þeim hópi upp frá því tengdust þær stuðningi þeirra við þjóðfrelsisöfl í þriðja heiminum. Það læðist að lesanda sá grunur að sagan sé hugsuð fyrir lesendur af annarri plánetu, þ.e.a.s. fólk af kynslóð sem er þessi heimur svo framandi að því sé ekki treystandi til að meðtaka lýsingu hans án talsverðrar einföldunar og skírskot- unar til þess breytta heims sem það tilheyrir. Það er miður því að sagan er mjög fallega skrifuð og margir kaflar hennar meðal þess besta sem birst hefur á síð- ustu árum. 110 TMM 2004 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.