Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 114
Bókmenntir
einkar óvinsæl. Báðir verða þeir sagnauppspretta en þar lýkur eiginlega því sem
þeir eiga sameiginlegt.
Ekki þarf að dæma Óðinsvéa-Eyvind íyrir sauðaþjófnað af því að danskir
skattgreiðendur kjósa ekki aðeins að gefa honum lambasteikina heldur bæta þeir
við bjór til að skola henni niður. Eyvindur Jónsson Stormur er harðduglegur og
útsjónarsamur þegar kemur að því að hafa peninga út úr félags- og trygginga-
kerfinu á íslandi og í Danmörku og lítil er sú matarhola sem hann ekki fmnur.
Hann er ungur, hraustur og vinnufær með tvö börn á framfæri en það hvarflar
ekki að honum að fá sér launavinnu sem krefst vinnuframlags. Hann reynir það
heima á Islandi, vinnur stutt tímabil hér og þar, síðast á lager í Byko og líkir
þeirri reynslu við „helvítisvist." Stormur er hins vegar ánægður með danska vel-
ferðarkerfið af því að það „... reyndi að létta því fólki róðurinn sem kannski er
ekki í stuði til að slíta sér út við brauðstritið.“ (19)
IV.
Því fer þó fjarri að Stormur vilji að fólk sé húðlatt, sníkjudýr, lifi á annarra vinnu
og góðsemd, heimti og taki. Hann hefur stæka fyrirlitningu á svoleiðis pakki og
vandar því ekki kveðjurnar. Fólk á að hafa sjálfsvirðingu og reisn eins og
hetjurnar í amerískum bíómyndum. „A man’s got to do, what a man’s got to do“
eins og þar stendur. Það hvarflar aldrei að Stormi að hann hafi ekki heilagan rétt
til að vera eins latur og honum sýnist og láta aðra um að sjá sér fýrir lífsnauð-
synjum og framfæra börnin sem honum þykir vænt um og er góður. Þó að hann
áskilji sér þennan „rétt“ fyrir sjálfan sig veit hann ekkert fyrirlitlegra en þá sem
gera slíkt hið sama.
Það er skemmst frá að segja að yfirleitt er ekkert samband á milli þess sem
Stormurinn segir og þess sem hann gerir. Hann ER hins vegar ekki það sem
hann GERIR, eins og Sartre hefði haldið fram, heldur það sem hann segist vera.
Hann byggir allt sitt líf og veruleika á sögunum sem hann segir en það er ekki
vert að vera að reyna að koma orðum hans og gjörðum saman. Nokkuð full-
komið samræmi er þó innan hvors um sig. Tvisvar í sögunni rekast
sögur/draumur og veruleiki svo hastarlega saman að liggur við stórslysi. Fyrra
skiptið er þegar Stormurinn fer með alla fjölskylduna til Bandaríkjanna, fyrir-
heitna landsins, allslaus og réttindalaus, og ætlast til að einhver komi og reddi
málunum. Enginn gerir það. Hitt skiptið er þegar Stormur gerist rithöfundur.
V.
Off kemur fram í bókinni að Stormur er aðeins í essinu sínu ef honum tekst að
koma sér upp áheyranda, einum eða fleirum, sem sitja, drekka og hlusta hug-
fangnir á sögurnar hans. Þær fjalla um dramatíska fjölskyldu hans, drykkfellda,
geðveiklaða og fátæka en býsna hugmyndaríka og skapandi í ruglinu miðju. Þær
fjalla líka um vini og drykkjubræður Storms og styrkja myndina af honum sem
megatöffara, svolítið skuggalegum og tengdum undirheimunum en mun klárari
112
TMM 2004 • 3