Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Page 115
Bókmenntir
flestum sem hann þekkir eða „larger than life“. Þetta er heimur sem við þekkjum
úr fjöldamenningunni, rokki, kvikmyndum og myndablöðum. Þessum heimi
lýsir Stormur í aðalsögu og hliðarsögum af undarlegum mönnum. Hann býr sig
til sem persónu í þessum sagnaheimi og honum líkar ekki að vera truflaður eða
spurður útúr um sköpunarverk sitt.
Sá sem efast um að sögur Storms séu sannar eða fmnst þær ekki áhugaverðar
er að hafna Stormi því að persóna hans er ekkert annað en þessar sögur og menn
verða að elska þær til að elska hann. Heimur Storms er alfarið búinn til í tungu-
málinu og þess vegna neitar hann að tala dönsku og finnst hann nánast deyja
þegar hann er sviptur sögum sínum. Hann trúir ekki aðeins á eigin blekkingar,
hann verður að gera það því annars er hann ekkert.
VI
Þegar bókaforlag á íslandi býr til bók um utangarðsmann og biður Storm að
stíga fram sem höfund hennar er sagan af Stormi tekin úr höndum hans, hann
er ekki lengur höfundur heldur viðfangsefni sinnar eigin sögu. Hann missir fót-
anna og verður eins og korktappi í ölduróti markaðs- og upplýsingasamfélags-
ins. Saga þess manns sem slær í gegn, sem allir vilja þekkja er meðvituð blekk-
ing þar sem menn eru að leika sér að þeirri ómeðvituðu blekkingu eða lífslygi
sem aldrei má taka frá meðalmanninum, ef marka má Henrik Ibsen í Villiönd-
inni.
VII.
Það hefur hent mig nokkrum sinnum eftir að ég las Storm Einars Kárasonar að
ég hef heyrt um fólk sem er yfirgengilega útsmogið í að svindla á velferðarkerf-
inu, sjúga sig fast einhvers staðar og búa um sig og ég hugsa: „Nei sko - þetta er
Stormur.“ Fyrir mér er Stormur þannig orðinn tákn eða hugtak. Einn nemenda
minna taldi Storm hins vegar einu einlægu og ærlegu manneskjuna í bókinni,
hetju sem berðist einn gegn hræsnurum og kerfiskörlum og -kerlingum sem
reyna að steypa alla andófsmenn í sama mót. Það verður því að segjast að
Eyvindi Jónssyni Stormi er lýst bæði af hlýju, viðurkenningu eða samkennd og
gagnrýninni fjarlægð. Hann er drullusokkur en hann er okkar drullusokkur eins
og sagt er.
Skáldsagan Stormur er að ýmsu leyti eins og hugleiðing um Djöflaeyjuþríleik-
inn án þess að vera ffamhald af honum eða græða mikið á því að vera tengd við
þá sögu eða átökin út af þeim bókaflokki yfirleitt. Hún býður upp á óteljandi
túlkunarmöguleika og ég hika ekki við að telja hana bestu bók Einars Kárasonar
hingað til.
TMM 2004 • 3
113