Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 122
Bókmenntir Ég skundaði út í eldhús að sækja vatn. Þegar ég sneri aftur var hún horfin og þú sagðist aldrei hafa séð neitt blómstur. Hvers vegna er þetta ljóð svo einkennandi íyrir tímabilið? í fyrsta lagi er það tit- illinn, París’68. Séðir héðan skilja þessir löngu liðnu maídagar harla lítið eftir sig. Varla hægt að tala um byltingu, ekki einu sinni misheppnaða, aðeins óeirðir eða andmæli sem fóru úr böndunum. Sumir verja aðgerðirnar með því að þær hafi gjörbreytt háskólum og viðhorfum til akademísks hugsunarháttar, en það er augljóst að æðri skólar urðu að breytast ef þeir áttu að lifa af. Hvað stendur þá eftir? Hvers vegna kiknuðu menn í hnjáliðunum og urðu klökkir af söknuði þegar minnst var á ‘68 og ekki síst í París? Sumir klökkna jafn- vel enn. Jú, fyrir mörgum af margræmdri og misvel þokkaðri kynslóð kenndri við ’68 táknar þetta tvennt byltingu hugarfarsins. Byltingu sem ekki hvað síst gætti í listum, byltingu í því hvernig menn sömdu og fluttu tónlist, hvernig menn ortu. En einnig byltingu í klæðaburði og framkomu. Langt fram á næsta áratug mátti merkja það í frönskum háskólum að ein mesta byltingin væri að mati yngri lærimeistara að þeir þéruðu ekki lengur stúdenta. Annað sem varði lengur en byltingin sjálf, í það minnsta í Frakklandi, voru slagorðin, mörg hver eitursnjöll og skáldleg og skreyttu veggi háskólanna langt fram yfir 1980. Eitt þeirra gæti verið samnefnari fyrir ungskáld þess tíma: L’imagination au pouvoir - Valdið til ímyndunaraflsins. Á slíkum forsendum birtast oft andstæðurnar furðuveröld/hvunndagsreynsla, líkt og naflarósin rauða. Rauð varð hún að sjálfsögðu að vera, en þegar ljóðmælandinn ætlar að fá undrið viðurkennt rekst hann á þvermóðskumúr hvunndagsins: Það sem ég sé ekki er ekki til. Engin furða þótt vinsælasta skáldsaga þessara ára væri Hundrað ára einsemd þar sem engin skil eru milli fáránlegra furðuverka og hversdagslegra viðburða. Töfraraunsæi kölluðu bókmenntafræðingarnir slíkt og töldu vera nýjasta nýtt þó allt úi og grúi af slíku til dæmis hjá Hómer og öðrum Grikkjum, í sagnabálki Þúsund og einnar nætur, íslendingasögum, hjá ferðalanginum Dante - að ekki sé minnst á þjóðsagnir og ævintýri. Áherslan var á hvunndagsreynsluna og pólitíska vitund sem því miður sner- ist of oft í pólítískt meðvitundarleysi klisjunnar. Skáldin hverfa frá innhverfu ljóðunum sem á stundum höfðu dottað yfir eigin sálartötri, þeim opnast ver- öldin - eða eins og segir í ljóði þrjú í ljóðaflokki eitt í Splunkunýjum degi: „hver dagur / er sjö furður veraldar“ (25). Skáldið verður að sjáanda en ekki þeim „blinda sjáanda" sem beindi sjónum sínum inn á við eða sá fram í tímann, nei fremur þeim sem sér opinberast allar furður veraldar, hvort sem þær eru sjö, sjö- tíu sinnum sjö eða sjö hundruð sjötíu og sjö. Að sjá, taka eftir umhverfinu opnum huga, einkennir Splunkunýjan dag. Einn helsti kostur þeirrar bókar er skörp athyglisgáfa skáldsins, til dæmis þessi borgar- lýsing í flokki tvö (31): 120 TMM 2004 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.