Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 123
Bókmenntir á kyrrum morgni sem þessum sit ég umlukinn gamalkunnum veggjum skynja markaðstorgið fyrir utan raddir þess og hljóma misjöfn epli og mjúka túmata hænur sem sjá sæng sína útbreidda og slökkt augnaráð fiskanna sem skjótast ekki lengur í sjónum sem hreyfast ekki lengur vökulir í sjónum Allur þessi kafli líður líkt og kvikmynd tekin á borgarstrætum, gamalt fólk, par að kyssast, börn, einn sem bograr yfir öskutunnu. Borgarþemað er síðan endurtekið í sjötta hluta sem hefst á „hún svaf borgin“ en lýkur á spurningunni „misstirðu sjónar á undrinu“. Þegar Splunkunýr dagur er endurlesin eftir allmörg ár eru það einkum þessir hlutar sem maður kannast við og heilsar sem gömlum kunningjum. Þeir kunna að hafa elst með manni en varðveita þó enn eitthvað af ferskleika sínum. Það er frekar að pólítísku ljóðin í lokahlutanum séu fjarlæg. Þó verður það ekki til að spilla ánægjulegum endur- fundum við þessa bók sem var upplifun fyrir þrjátíu árum og getur ugglaust orðið það enn. Síðari hluti bókar Péturs, samnefndur henni, ber undirtitillinn „Ljóð og textar 1974-2001“. Fyrstu ljóðin þar eru mjög í anda Splunkunýs dags, síðan fer að bera meira á hversdagsraunsæi, heimilishaldi og barnauppeldi. Síðan koma Vasabókartextar sem sumir hverjir hafa birst áður. Best njóta sín þar örsögur, jafnvel skrítlur. I heild virðist mér þetta ekki bæta miklu við þá mynd sem Splunkunýr dagur gaf af Pétri sem ljóðskáldi þó sannarlega sé þar margt haglega sagt. I Æskuljóðutn hvíta mannsins er úrval úr fjórum bókum Ólafs Hauks en helsti galli slíkra úrvalsbóka er hversu illa þeim tekst oft að mynda samfellda heild. Höfundareinkenni kunna að vera skýr en þá vill verða allmikið um endurtekn- ingar, ef til vill vegna þess að yrkisefni ljóðskálda hvers um sig eru ekki ýkja mörg. Þeir illkvittnari myndu segja að ljóðskáldið sé alltaf að yrkja sama ljóðið. Ljóð Ólafs Hauks eru enn órækari vitnisburður um skáldskap áttunda áratug- arins og áðurnefnd einkenni hans. Það er sem skáldið lifi í tveim heimum, ann- ars vegar í rómantískri draumsýn, hins vegar í skarkala og skít, eins og segir í ljóði um slíka tveggja heims tilveru (34). En þó margt sé haglega ort þá er af þessum ljóðum einhver fortíðarkeimur, fortíðar sem er ekki nógu íjarlæg til að verða forvitnileg. Þriðja bókin á lítið sameiginlegt með hinum tveimur nema að höfundurinn er á líkum aldri og vel þekktur þó ekki hafi komið bók frá honum um alllangt skeið. Úr hljóðveri augans mun vera fyrsta ljóðabók Vésteins Lúðvíkssonar. Þar sem æ er erfiðara að greina samtíð sína en liðna tíð þori ég ekki að skera úr um hvort ljóðin endurspegli samtíð sína, í öllu falli ber hér minna á hvunndagsraun- sæi og pólitískri vitund. Þar með er ekki sagt að ljóðin séu óvitandi um umhverfi sitt. Vissulega má TMM 2004 • 3 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.