Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 123
Bókmenntir
á kyrrum morgni sem þessum
sit ég umlukinn gamalkunnum veggjum
skynja markaðstorgið fyrir utan
raddir þess og hljóma
misjöfn epli og mjúka túmata
hænur sem sjá sæng sína útbreidda
og slökkt augnaráð fiskanna
sem skjótast ekki lengur í sjónum
sem hreyfast ekki lengur vökulir í sjónum
Allur þessi kafli líður líkt og kvikmynd tekin á borgarstrætum, gamalt fólk, par
að kyssast, börn, einn sem bograr yfir öskutunnu.
Borgarþemað er síðan endurtekið í sjötta hluta sem hefst á „hún svaf borgin“
en lýkur á spurningunni „misstirðu sjónar á undrinu“. Þegar Splunkunýr dagur
er endurlesin eftir allmörg ár eru það einkum þessir hlutar sem maður kannast
við og heilsar sem gömlum kunningjum. Þeir kunna að hafa elst með manni en
varðveita þó enn eitthvað af ferskleika sínum. Það er frekar að pólítísku ljóðin í
lokahlutanum séu fjarlæg. Þó verður það ekki til að spilla ánægjulegum endur-
fundum við þessa bók sem var upplifun fyrir þrjátíu árum og getur ugglaust
orðið það enn.
Síðari hluti bókar Péturs, samnefndur henni, ber undirtitillinn „Ljóð og textar
1974-2001“. Fyrstu ljóðin þar eru mjög í anda Splunkunýs dags, síðan fer að
bera meira á hversdagsraunsæi, heimilishaldi og barnauppeldi. Síðan koma
Vasabókartextar sem sumir hverjir hafa birst áður. Best njóta sín þar örsögur,
jafnvel skrítlur. I heild virðist mér þetta ekki bæta miklu við þá mynd sem
Splunkunýr dagur gaf af Pétri sem ljóðskáldi þó sannarlega sé þar margt haglega
sagt.
I Æskuljóðutn hvíta mannsins er úrval úr fjórum bókum Ólafs Hauks en helsti
galli slíkra úrvalsbóka er hversu illa þeim tekst oft að mynda samfellda heild.
Höfundareinkenni kunna að vera skýr en þá vill verða allmikið um endurtekn-
ingar, ef til vill vegna þess að yrkisefni ljóðskálda hvers um sig eru ekki ýkja
mörg. Þeir illkvittnari myndu segja að ljóðskáldið sé alltaf að yrkja sama ljóðið.
Ljóð Ólafs Hauks eru enn órækari vitnisburður um skáldskap áttunda áratug-
arins og áðurnefnd einkenni hans. Það er sem skáldið lifi í tveim heimum, ann-
ars vegar í rómantískri draumsýn, hins vegar í skarkala og skít, eins og segir í
ljóði um slíka tveggja heims tilveru (34). En þó margt sé haglega ort þá er af
þessum ljóðum einhver fortíðarkeimur, fortíðar sem er ekki nógu íjarlæg til að
verða forvitnileg.
Þriðja bókin á lítið sameiginlegt með hinum tveimur nema að höfundurinn
er á líkum aldri og vel þekktur þó ekki hafi komið bók frá honum um alllangt
skeið. Úr hljóðveri augans mun vera fyrsta ljóðabók Vésteins Lúðvíkssonar. Þar
sem æ er erfiðara að greina samtíð sína en liðna tíð þori ég ekki að skera úr um
hvort ljóðin endurspegli samtíð sína, í öllu falli ber hér minna á hvunndagsraun-
sæi og pólitískri vitund.
Þar með er ekki sagt að ljóðin séu óvitandi um umhverfi sitt. Vissulega má
TMM 2004 • 3
121