Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 125
Tónlist
Jónas Sen
Eru íslensku tónskáldin
pyntingarmeistarar nútímans?
Þegar ég leit yfir komandi vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands sem dreift
var á síðustu tónleikum hljómsveitarinnar í vor tók ég eftir því hve lítið vægi
íslensk nútímatónlist virðist hafa. Af þeim 28 tónleikum sem fyrirhugaðir eru
(sumir þeirra verða endurteknir svo heildartalan er í raun hærri) innihalda
aðeins sjö íslensk tónverk. Þau eru ekki öll ný af nálinni því meðal annars verða
flutt verk eftir Jón Leifs og Árna Björnsson Auk þess er Bláa tónleikaröðin
horfin, en hún hefur nánast alltaf verið helguð samtímatónlist, íslenskri og
erlendri. í staðinn er komin tónleikaröð sem nefnist Tónsprotinn og virðist
innihalda ennþá meira léttmeti en Græn röð Vínartónleika, rokktónleika og
annars í svipuðum dúr.
Til að fyrirbyggja strax allan misskilning þá finnst mér í sjálfu sér ekkert að
því að halda tónleika með einhverju sem fólki finnst skemmtilegt. Ég er aðeins
að vekja athygli á staðreyndum; hvaða ályktanir má draga af þeim?
Eftir þarmaspeglun...
Þegar ég var tónlistargagnrýnandi við DV skrifaði ég einhverju sinni um tón-
leika á tónlistarhátíðinni Ung Nordisk Musik. Með fáeinum undantekningum
var tónlistin sem þar var flutt fyrir neðan allar hellur; mér ofbauð svo að ég
ákvað að láta allt flakka í greininni.
Um tónsmíð effir David Bratlie skrifaði ég eftirfarandi: „I sjálfu sér var verkið
ekki illa samið, form þess var skýrt og stígandin rökrétt, en það var afar ófrum-
legt og gamaldags, og má því segja að útkoman hafi ekki verið meira spennandi
en illa lyktandi sokkar.“ Um Altair 4 eftir Ere Lievonen, fýrir flautu, klarinett,
slagverk, víólu og kontrabassa hafði ég þetta að segja: „Verkið mun hafa verið í
suður-indversku tónlistarformi sem nefnist kriti, og í tónleikaskránni var sagt að
hér væri um kriti frá annarri plánetu að ræða. Nú veit maður ekki hvernig tón-
list frá annarri plánetu hljómar, það sem heyrðist á tónleikunum var einhvers-
konar hryglukennt sírenuvæl og hrærigrautur af óskildum hendingum sem virt-
ust eiga í mikilli baráttu innbyrðis. Verður því miður að segjast að þrátt fyrir
góðan og nákvæman flutning hins íslenska UNM-bands hljómuðu herlegheitin
TMM 2004 • 3
123