Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 126
Tónlist
eins og þau kæmu úr aíturendanum á manni sem er nýbúinn að fara í þarma-
speglun.“
Eins og við mátti búast olli þessi grein nokkru fjaðrafoki og fáeinum dögum
síðar birtist í DV lesendabréf frá bálreiðum manni sem hafði farið á tónleikana
og hrifist af þarmaspegluninni. Hann vandaði mér ekki kveðjurnar. Aðrir þökk-
uðu mér hins vegar fýrir skrifin og töluðu við mig eins og ég hefði drýgt
hetjudáð. Ég hefði þorað að skrifa sannleikann um ruslið sem ratar upp á tón-
leikapallinn í krafti styrkja frá opinberum aðilum, tónlist sem allur þorri
almennings hatar en enginn dirfist að gagnrýna vegna ótta við að vera talinn
menningaróviti. Meira að segja Dr. Gunni óskaði mér til hamingju á bloggsíð-
unni sinni. Og ég er aðdáandi Dr. Gunna.
Tónlistargagnrýnandi og njósnari
Ég held að flestir hljóti að gera sér grein fyrir að nútímatónlist af klassísku gerð-
inni er ekkert sérstaklega vinsæl. Samt eru ekki öll nútímaverk leiðinleg; síður en
svo. Ég var t.d. nýverið í London og brá mér á tónleika þar sem fjórir píanóleik-
arar spiluðu á tvö píanó, en slíkir kvartettar voru mun algengari í gamla daga en
þeir eru nú. Á tónleikum kvartettsins var nær eingöngu flutt nútímatónlist og
var hún einstaklega aðgengileg. Maður heyrði venjulegar tóntegundir, áheyri-
legar laglínur, hrynjandi sem var þægilega lífleg en ekki of flókin; meira að segja
djass.
Á eftir rabbaði ég við nokkra áheyrendur og einn þeirra sagði: „Mikið er nú
gaman að heyra einu sinni nútímatónlist sem maður getur hlustað á!“ Svo sagði
hann mér frá bók sem ég ætti að kynna mér og héti The Agony of Modern
Music. Þar væri nútímatónlist krufin og raktar ástæður þess að samtímatónskáld
væru búin að missa öll tengsl við almenning.
The Agony of Modern Music er forvitnileg bók. Hún kom út á sjötta áratug
síðustu aldar og er effir Henry Pleasants, tónlistargagnrýnanda sem síðar varð
CIA njósnari. í bók sinni blæs Pleasants á það sem oft er sagt, að mörg ár þurfi
að líða frá því að tónverk sé frumflutt og þar til sauðheimskur almenningurinn
læri að meta það að verðleikum. Hann ræðst á tónskáld samtímans og ber
saman hlutverk þeirra núna og í gamla daga. I dag sé ríkjandi það viðhorf að
tónskáldin séu snillingar og yfir aðra hafin. Slík ofurmenni telji sig vita betur en
aðrir hvers konar menning eigi erindi við almenning. Stjórnvöld styðji við bakið
á þeim með styrkjum og starfslaunum með þeim afleiðingum að tónskáldin séu
búin að missa öll tengsl við raunveruleikann. Ólíkt tónskáldum fyrri alda þurfi
þau ekki lengur að selja list sína, nú geti þau samið tónlist sem enginn skilur án
þess að fjármálin haldi fyrir þeim vöku á næturnar.
Vissulega vilja tónskáld samtímans veita áheyrendum ánægju, að mati Pleas-
ants. Þau eru bara ekki ánægð með að þurfa að semja það sem áheyrendur eru
hrifnir af, því það er fyrir neðan virðingu alvarlegra listamanna. Vinsæl tónlist
er ekki tekin alvarlega, en Pleasants bendir á að alvarleg tónlist sé ekki heldur
vinsæl. Hann segir að þjóðfélagið beri þó virðingu fyrir tónskáldunum vegna
124
TMM 2004 • 3