Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 129
Tónlist
Sveinsson, japanskar bjöllur klingja í verkum eftir Áskel og það er ropað og
prumpað í tónsmíðum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Lárus Grímsson.
Hlutverk gagnvart íslenskri tónlist
Er Sinfónían að reyna að endurspegla þessa þróun með því að fella niður bláu
tónleikaröðina? Vissulega renna ólíkar tónlistarstefnur æ meira saman og
mörkin á milli léttrar tónlistar, sígildrar tónlistar af topp tíu listanum og grafal-
varlegrar nútímatónlistar verða sífellt óljósari. Á maður að skilja það þannig að
íslensk nútímatónlist sé núna bara hluti af annarri tónlist og verðskuldi ekki sér-
stakan sess í vetrardagskránni?
Ljóst er að léttmetið á tónleikum Sinfóníunnar hefur a.m.k. aukist og þó ég
hafi sagt í upphafi þessarar greinar að mér fyndist ekkert að því að halda tónleika
með skemmtilegri tónlist þá er málið ekki svona einfalt. Ég er á þeirri skoðun að
íslensk tónlist hafi sérstöðu, af þeirri einföldu ástæðu að hún er íslensk. Ég tel að
Sinfónían hafi hlutverki að gegna gagnvart íslenskri tónlist, burtséð frá því
hversu skemmtileg hún er og því hversu stór hluti hennar eigi eftir að falla í
gleymsku eftir fáeina áratugi. Er ekki einhver ástæða fyrir því að hljómsveitin er
styrkt með opinberu fé? Tónlistarmenningin hér er ein af forsendum þess að við
skilgreinum okkur sem menningarþjóð og mikilvægt er að við stöðnum ekki á
þeim vettvangi. Til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að hlúa að sérstöðu
íslenskrar tónlistarmenningar og tel ég að það byggist fyrst og fremst á því að
hvetja til nýsköpunar. Nýsköpun verður að vera stærri hluti af listrænum mark-
miðum Sinfóníunnar en verið hefur undanfarin ár; skemmtunarmælikvarðinn
má ekki vera allsráðandi, hljómsveitinni ber skylda til að leggja sitt af mörkum
svo menn gefist ekki upp á að reyna að vera frumlegir. Við viljum ekki að íslensk
tónlist verði að engu og hér verði allt nákvæmlega eins og í útlöndum. Sinfón-
ían verður að gefa íslensku tónskáldunum ríkulegri tækifæri til að koma tónlist
sinni á framfæri, jafnvel þó þau SÉU pyntingarmeistarar nútímans (og ég er ekki
að segja að þau séu það). Ég meina, viljum við nokkuð að Sinfónían muni á end-
anum bara spila Vínarvalsa og píanókonserta eftir Rachmaninoff vegna þess að
það er svo skemmtilegt?
Veturinn framundan
Um það sem flutt verður á tónleikum Sinfóníunnar í vetur ætla ég ekki að hafa
mörg orð. Vetrardagskráin er með hefðbundnum hætti fýrir utan þetta með
nútímatónlistina. Ashkenazy mun stjórna Mahler, Vínartónleikarnir verða á sínum
stað, óperutónleikar verða haldnir og fluttar verða stórar og miklar sinfóníur effir
Bruckner (því miður!), Sibelius, Brahms, Schumann og fleiri. Sem gagnrýnandi vil
ég ekki vera með neinar yfirlýsingar um hvernig þessir tónleikar koma til með að
vera; maður skrifar ekki krítíkina fýrirfram. En ég vona til Guðs að Sinfónían láti
ekki markaðshyggjuna yfirbuga sig; fæstir vilja bara MacSinfóníu og ffanskar á tón-
leikum; stundum verður maður að fá að smakka eitthvað nýtt.
TMM 2004 ■ 3
127