Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Síða 129
Tónlist Sveinsson, japanskar bjöllur klingja í verkum eftir Áskel og það er ropað og prumpað í tónsmíðum eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Lárus Grímsson. Hlutverk gagnvart íslenskri tónlist Er Sinfónían að reyna að endurspegla þessa þróun með því að fella niður bláu tónleikaröðina? Vissulega renna ólíkar tónlistarstefnur æ meira saman og mörkin á milli léttrar tónlistar, sígildrar tónlistar af topp tíu listanum og grafal- varlegrar nútímatónlistar verða sífellt óljósari. Á maður að skilja það þannig að íslensk nútímatónlist sé núna bara hluti af annarri tónlist og verðskuldi ekki sér- stakan sess í vetrardagskránni? Ljóst er að léttmetið á tónleikum Sinfóníunnar hefur a.m.k. aukist og þó ég hafi sagt í upphafi þessarar greinar að mér fyndist ekkert að því að halda tónleika með skemmtilegri tónlist þá er málið ekki svona einfalt. Ég er á þeirri skoðun að íslensk tónlist hafi sérstöðu, af þeirri einföldu ástæðu að hún er íslensk. Ég tel að Sinfónían hafi hlutverki að gegna gagnvart íslenskri tónlist, burtséð frá því hversu skemmtileg hún er og því hversu stór hluti hennar eigi eftir að falla í gleymsku eftir fáeina áratugi. Er ekki einhver ástæða fyrir því að hljómsveitin er styrkt með opinberu fé? Tónlistarmenningin hér er ein af forsendum þess að við skilgreinum okkur sem menningarþjóð og mikilvægt er að við stöðnum ekki á þeim vettvangi. Til þess að svo megi vera er nauðsynlegt að hlúa að sérstöðu íslenskrar tónlistarmenningar og tel ég að það byggist fyrst og fremst á því að hvetja til nýsköpunar. Nýsköpun verður að vera stærri hluti af listrænum mark- miðum Sinfóníunnar en verið hefur undanfarin ár; skemmtunarmælikvarðinn má ekki vera allsráðandi, hljómsveitinni ber skylda til að leggja sitt af mörkum svo menn gefist ekki upp á að reyna að vera frumlegir. Við viljum ekki að íslensk tónlist verði að engu og hér verði allt nákvæmlega eins og í útlöndum. Sinfón- ían verður að gefa íslensku tónskáldunum ríkulegri tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri, jafnvel þó þau SÉU pyntingarmeistarar nútímans (og ég er ekki að segja að þau séu það). Ég meina, viljum við nokkuð að Sinfónían muni á end- anum bara spila Vínarvalsa og píanókonserta eftir Rachmaninoff vegna þess að það er svo skemmtilegt? Veturinn framundan Um það sem flutt verður á tónleikum Sinfóníunnar í vetur ætla ég ekki að hafa mörg orð. Vetrardagskráin er með hefðbundnum hætti fýrir utan þetta með nútímatónlistina. Ashkenazy mun stjórna Mahler, Vínartónleikarnir verða á sínum stað, óperutónleikar verða haldnir og fluttar verða stórar og miklar sinfóníur effir Bruckner (því miður!), Sibelius, Brahms, Schumann og fleiri. Sem gagnrýnandi vil ég ekki vera með neinar yfirlýsingar um hvernig þessir tónleikar koma til með að vera; maður skrifar ekki krítíkina fýrirfram. En ég vona til Guðs að Sinfónían láti ekki markaðshyggjuna yfirbuga sig; fæstir vilja bara MacSinfóníu og ffanskar á tón- leikum; stundum verður maður að fá að smakka eitthvað nýtt. TMM 2004 ■ 3 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.